Birtingur - 01.12.1963, Side 6

Birtingur - 01.12.1963, Side 6
SEFERIS: VEGNA ÞESS A Ð SVO MIKIÐ Vegna þess að svo margt og mikið hefur siglt framhjá augum okkar að augu okkar hafa ekkert séð, en fjær og bakvið liggur minningin eins og hvítur dúkur um eina nótt í girðingu þar sem við sáum fremur en þú furðulegar sýnir framhjá sigla og týnast í grafkyrru laufi piparrunna vegna þess að við þekktum alltof vel þessi okkar örlög. þar sem við höfum reikað milli umturnaðra steina síðan fyrir þrem eða sex þúsundum ára ranglað í hrundum rústum húsa, sem kannski var eitt sinn okkar eigið hús og leitast við að muna ártöl og hetjudáðir: mun okkur þá lánast það? vegna þess að við höíum verið fjötraðir og hraktir og höfum strítt við ósegjanlega örðugleika, að því er sagt er, vegna þess að við höfum villzt og síðan fundið aftur veg fullan af blindum hersveitum. höfum sokkið í mýrar og í sjóinn við Maraþon — mun okkur þá lánast að deyja á venjulegan hátt? T. V. sneri eftir sænskri þýðingu Johannesar Edfelt og Börje Knöös. 4 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.