Birtingur - 01.12.1963, Síða 7

Birtingur - 01.12.1963, Síða 7
SEFERIS: HYDRA Höfrungar, fánar og fallbyssuskot. Hafiö eitt sinn svo beiskt þinni sál bar nú litvíxlandi bragandi báta það bylgjaðist, varpaði þeim upp og ofan, alblátt með hvítum vængjum Eitt sinn svo beiskt þinni sál lá það nú mettað litum í sól Hvít segl og hrynjandi árar með háttfestu trumbunnar lustu á kyrrðan veg Augu þín væru fögur, ef þau sæu, armar þínir myndu skína, ef þeir teygðust fram varir þínar væru sem fyrrum fullar af lífi andspænis slíku undri; þú leitaðir þess, hvers leitaðir þú í öskunni, í regninu, í rökkrinu, í vindinum, rétt í það mund sem ljósið byrjaði að dvína og borgin hvarf í djúpið og á gangstéttarhellum sýndi maðurinn frá Nazaret þér sitt hjarta, hvers leitaðir þú? hví komstu ekki? hvers leitaðir þú? T. V. sneri eftir sænskri þýðingu Johannesar Edfelt og Börje Knöös. BIRTINGUR s

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.