Birtingur - 01.12.1963, Qupperneq 13

Birtingur - 01.12.1963, Qupperneq 13
Sem sagt dót, skýtur Sissa inn. Já bannsett dót en glaðsinna. Það gat sosum verið nógu duglegt, ekki vantaði það eins og hann Sigfinnur heitinn á Hól sem jafnhattaði lifrarfat, en því hélzt illa á; já það kom margur að Hól og það var hvorki sparaður biti né sopi, nei það var ekki búraskapurinn í þessu fólki, en það söng, já það söng og var kátt í lífinu og hafði túlann á réttum stað. Þetta haifa verið hálfgerðir sígaunar svo það er ekki von á góðu, segir Sissa. Ég veit það ekki ljúfan. Þetta var ógni gott fólk. það einhvernveginn kunni að gera sér mikið úr litlu og var ekki að stússa í þvi að safna drasli í Ikringum sig til þess svo að drepast frá því, flytur á einum eins og ég allra seinast héðan eins og hann sagði. Það var meira fyrir að syngja en að safna. En því var uppsigað við yfirvöldin, það segi ég satt. Til að mynda ... Kemur þá ekki Dolli úfinn upp úr kojunni, nakinn að beltisstað, berfættur og syngur há- stöfum: Þú ert mín þegar stormur hvín þú ert mín þegar hafið skín í logni tralala ... því ég er beinagrindin ber sem burtu hvarf frá þér í stormi tralala .. . Sko það er bara stuð á mínum, farinn að ganga í svefni og meira að segja syngjandi, segir Sissa. Gamla konan horfir á hann mædd á svip — en hann þrífur 'hana upp af stólnum og þyrlar henni í dans, fyrst er hún par stúrin, en svo fer hún að hlæja verður sviflétt og lætur hann lioppa með sig um eldhúsið og fram í ganginn, skellihlær: æ æ æ bannaður kjáni geturðu verið strákur. Síðan Ikoma þau aftur inn í eldhúsið, hann leiðir hana til sætis með hefðarbrag hneig- ir sig niður að gólfi, riðar en stendur þó. Gamla konan stynur, strýkur hárið upp frá enninu orðin hýrari en áður eftir hreyfinguna. Dolli hlammar sér niður á stól og hrópar; Vín. vín, meira vín. Við 'hin brosandi eftir tiltækið. Maður finnur vindhviðurnar ríða á húsinu og stöku sinnum gustar inn um opinn gluggann svo dreglarnir lyftast eins og þunnir vængir. Það er mjög bjart úti og sólin nær að skína á austurvegginn hér inni. Dolli slokrar. Þú kcmst ekki á ballið með þessu móti, segir Sissa, stendur upp og gefur ömmti sinni merki. Þær hverfa frá okkur. Það líður góð stund: ég hef það fínt. Nú sé ég allt, umhverfið og þessar manneskjur sem ég er að lifa með þessa stund- ina. Þarna er Bergur svona angurvær, svona prúður, hvað verður úr þessum strák, hugsa ég, verður hann einn þeirra sem drukkna ungir eða sé ég hann eftir við skulum segja tuttugu ár og hvernig verður hann þá? Og þarna er Dolli. Hann dreymlilr oní glasið. Svona líðúr þetta hljótt milli okkar þar til Bergur segir líkt og hann sé að svara einhverjum: Já það er satt ég var þarna úti, það var ekkert BIRTINGUR 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.