Birtingur - 01.12.1963, Side 14

Birtingur - 01.12.1963, Side 14
og það var gott, sko maður hélt það væri þar iangt langt burtu en það var ekki þar og það er gott. Kannski er það 'hvergi. Ég veit það ekki. En hvernig er þetta komið inn í hausinn á manni aið það sé einhversstaðar og maður fer langt út í lönd að leita ... Þú ert skepna Beggi, grípur Dolli fram í þetta eintal, glasið hans er tómt og þessi slurkur hefur heldur en eklki hrært upp í honum. Berg- ur hlær eins og úti á þekju. Þetta er kjassyrða- tal hjá þeim — stundum. Nei. Ég meina það. Þú ert skepna. Heldurðu að ég sjái ekki hvernig þú lítur á hana. Þið haldið alltaf að ég sé freðhaus af því ég þoli ekki þetta ljóðamjálm í ukkur ... En ég sé lostaqlampann. Fífl Dolli, segi ég. Þegi þú gamli skötukjaftur. Bergur hlær en það er kominn snefill af sorg í hláturinn. Hlæðu, hlæðu bara, svona krossfislka á að hengja, hengja mcð gítarstreng, mjóum sterkum gítarstreng sem maður herðir að hálsinum. ... Það er ég sem á ihana, heyrirðu það, ég, ég ... Þetta siðastia öskrar hann af öllum kröftum. Hann er orðinn fullur. Nú verður bezt að drauja sér burt áður en klandrið byrjar. Þá kemur hún inn hún Sissa. Er það sjálf heimilisprýðin sem öskrar svona vel, frummaðurinn í skúta sínum hefði ekki gert þetta betur. Þetta 'kallar maður að kunna að fara með koníak. Skál kæru samlandar. Éttan sjálf, hreytir Dolli út úr sér. Hann segir ég líti þig girndarauga, segir Bergur og brosir við. Hún lítur yfir á okkur alla, þegir meðan svipur hennar þyngist, segir síðan hörð í orði: Ef svo hefði verið sæti þetta gerpi ek'ki í mínu húsi ... og ef þú verður ekki grasþægur þá læt ég kasta þér á dyr, skilurðu það. Hún hrópar þetta í eyra ihans svo hann fer undan og út á hlið. Hann þegir augnablik, réttir síðan úr sér og fer í aukana: Þessi var einum of stór hjá þér — ljúfan. Ég er ekki hræddur, núna er eg ekki hræddur við neitt. Þú lýgur ekki að mér, heyrirðu það ... Ég finn það á lyktinni af þér, lyktinni skilurðu. Ha ha. Á ég að segja ukkur hvað hún er að berja inn í hausinn á mér ha? Að ég sé ónýtur, ha ha ha, ég, ég sé ónýtur ... Þórlindur Bjarnason, segir hún en kemst ekki lengra því nú öskrar hann: Það er hún sjálf. Það er hún sem er óbyrja, hún, hún. Ég sé augu hennar leiftra um leið og hún kastar sér á hann, stóllinn veltur um koll og húsbónd- inn liggur í gólfinu. Hann áttar sig ekki strax, liggur kyrr og hún þrífur eitt glasið og skvettir í andlit hans: Djöfull, djöfull, hrópar hún. Hann sprettur á fætur og þau eru rokin saman áður en við vitum af. Við Bergur rjúkum til og slítum þau hvort frá öðru en það fer bezt á því að sleppa þeim orðaleppum sem þau létu útúr sér meðan á þessum sviptingum stóð. Við höld- um þeim svona og erum að reyna að sefa þau 12 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.