Birtingur - 01.12.1963, Síða 23

Birtingur - 01.12.1963, Síða 23
skipan sína“ (op. cit bls. 181). Eins og áður var sagt, verður þetta „þrep“ samtímis því, að líf- veran fer að ganga upprétt. Séð í heild kemur það fram í „mönnum" („hominisation") tegund- arinnar: „Samkvæmt hverjum þeim ættlegg, sem mannfræðin getur um, er liið mannlega að skýr- ast og vaxa." (op. cit bls. 181). Þannig verður nú til „hvel andans" (noosphere), sem tekur við af „sálarhveli" (psychosphére), sem er ávöxtur „líf- hvelsins" (biosphére), sem er fullkomnun „jarð- hvels“ (géosphére), svo að greind sé í öfugri röð sú þróun, sem áður var minnzt á. Við skulum athuga þetta nokkru nánar: „Mað- urinn er ekki einungis ný dýrategund, eins og jafnan er talað um. Hann er ímynd og byrjun að nýrri tegund 1 ífs“ (Réflexion sur l’En- ergie) (greinarhöf. undirstrikar). Eins og við var að búast heldur lífið áfram að vaxa frá frum- manninum að Neanderthalmanninum og frá honum að homo sapiens. Með þeim síðastnefnda virðist endir bundinn á þróunina líffræðilega séð. Svo virðist sem maðurinn sýni svo flókna og fullkomna líffærafræðilega byggingu, að litið geti ekki betur gert. Merkir þetta, að þróuninni sé lokið? Alls ekki og einmitt 'hér verður kenn- ing T. de Chardin heillandi í frumleik sínum og vídd. Þróuninni er að vísu lokið líffærafræði- lega, en þá hefst þjóðfélagslega þróunin, sem er lika einn þáttur í viðleitni lífsins og stefnir að sama marki, samkvæmt sömu lögmálum, í sama anda. Þetta sjáum við, ef við lesum söguna á ný: í upphafi er ættkvíslin (clan), þá ættbálkurinn (tribu) og síðan fyrsti vottur eiginlegrar þjóðfé- lagslegrar heildar (þegar maðurinn uppgötvar eldinn). Síðan verða til frumstæðar menningar- heildir, sem spanna f fyrstu yfir hópa, síðar þjóðir, og er menningarheild Vesturlanda fram til þessa skýrasta dæmið um það síðarnefnda. Og hvað verður síðan? Hér göngum við inn á svið framtíðarinnar. Verður næsta stigið ein alls- herjar menningarheild, eins og ætla mætti, ef litið er á sumar stofnanir á okkar tímum, sem notfæra sér hinar ýmsu tæknilegu uppgötvanir nútímans (sérstaklega í samgöngum og frétta- flutningi)? Framtíðin mun skera úr þessu. En rétt er að taka J)að fram, að hægt væri að draga upp mynd af ,,tré Jjjóðfélagslegrar þróunar”, sem í öllu tilliti væri sambærilegt „lífstrénu“. Þá kæmu fram nær sömu atriði og þau, er ráða mátti af mynd „lífstrésins“. Stofninn greinist, tilraunir eru gerðar og misheppnast: menningarheildir líða undir lok (menning Maya, Polynesíu, forn- menning Indverja, Kínverja og Egypta). Hér sjá- um við enn, að þróunin virðist hafa ætlað sér farveg um kjörgrein, sem gæti bent á Jiað, hvert þróunin stefndi. Ef til vill er stefnan menning Vesturlanda? Vert er að athuga, að kenning T. de Chardin er ekki eins ósveigjanleg og hin hreinræktuðu „ab- strakt“ kenningakerfi. Ógerlegt er að greina hana frá lífinu sjálfu, enda er hún gædd sveigj- anleika þess og yl. Reyndin er sú, að þegar komið er á þetta stig, sézt, að Jjróunin tekur á sig nýja BIRTINGUR 21

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.