Birtingur - 01.12.1963, Side 25

Birtingur - 01.12.1963, Side 25
mistök, tjón, stöðnun, afturhvarf, ógöngur. En jafnframt eygjum við hið heillandi og bjarta „framlíf" (la Survie), sem okkur er heitið. Hvað eigum við þá að gera til að öðlast þetta „framlíf" (Survie), sem feður okkar hafa alltaf óljóst trúað á? Við eigum einfaldlega að hlýða þeim meginlögmálum, sem svo oft hefur verið rætt um hér að framan. Er þá fyrst að forðast einangrun, sem er ekki annað en burthvarf og uppgjöf. Síðan skal minnzt meginreglu sannrar heildarhyggju: í hverju sönnu sambandi er tekið tillit til ólíkra eiginleika, en ekki reynt að jafna þá. Enda þótt takmarkið sé sameiginlegt og geti ekki orðið og eigi ekki að vera öðruvísi, þá hvflir öll viðleitni á einstaklingnum, á þeim möguleikum, sem með honum búa og hann nýtir til Jiins ýtrasta. Okkur ber að leita „jarðaranda" (un esprit de la terre) og hann finnum við, ef við skipuleggjum leitina og beinum henni f æ rík- ara mæli að manninum sjálfum. „Að vita í þvf skyni að geta,“ segir T. de Chardin f stuttu máli, „að geta í því skyni að framkvæma meira, að framkvæma meira í því skyni að vera meira. Með hvaða hætti getur slíkt orðið? Með þvf að leggja stund á sanna menntastefnu (humanisme), sönn vfsindi og samlyndi." Þetta eru fögur orð, sem betur væri að menn tækju í eiginlegri, upprunalegri merkingu þeirra í stað þess að brosa að þeim því brosi lífsleiða og vantrúar, sem slæmar bókmenntir hafa leitt í tízku nú á tímum. Markmiðið kemur nú skýrt fram, en Teilhard de Chardin vill ekki gefa því nafn, þar eð hann veit, að fákunnandi menn og smámunaseggir mundu verða fljótir til að skipa honum í' flokk. Hann nefnir þetta markmið einfaldlega punktinn Omega. Þetta skal nú skýrt frekar og leitazt við að sýna fram á þá ströngu röksemdafærslu, sem leiðir að þessum lyktum, Omega er hið yfirpersónulega (hyper-personnel). Áður var getið um grundvall- arlögmálið um samleitni, en Omega er einmitt sú miðstöð samleitni, sem þróunin virðist hafa stefnt að frá örófi alda, persónuleg miðstöð, sem þegar var til. Þessi punktur hefur verið til áður, því að sé um markmið að ræða, hlýtur raun- veruleiki að hafa verið til alltaf, það er eilífur raunveruleiki. Þessi punktur er einn, því að sé Jjví svo farið, að þróunin vinni án afláts að því að auðga ,,'hið innra“ á kostnað „hins ytra“, auðga vitundina á kostnað fjöldans, getur endir þeirrar þróunar ekki verið annar en fullkomin vitund, takmörkuð við einn einstakling. T. de Chardin segir: „Vizkan er afturhvarf til hins eina upprunalega (l’Un primitif)" (Phen. humain). Punkturinn Omega er algildur, því að „engin ástæða gæti með réttu hvatt okkur til að stíga hið minnsta skref fram á við, ef við vissum ckki, að leiðin upp á við stefnir að einhverjum tindi, sem lffið stígur ekki framar niður af. Hin eina hugsanlega driffjöður þess lífs, sem einkennist EIRTINGUR 23

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.