Birtingur - 01.12.1963, Síða 56

Birtingur - 01.12.1963, Síða 56
H. M. ENZENSBERGER: BEAT íslendingar hafa lítil kynni hlotið af beat-kynslóðinni bandarísku — birtist þó um hana smápistill í 4. hefti Birtings 1960, ásamt ljóði eftir einn helzta fulltrúa hennar, Allen Ginsberg. í þessum ritdómi um úrval úr verkum bítnikkanna gerir Enzenberger harkalega út- tekt á dánarbúinu. Á þeim gömlu góðu dögum (forfaðir, amma, móðir og barn) var álitið, að tímabil einnar kyn- slóðar væri um það bil 30 ár. Nú er öldin önnur. Til þess að missa ekki af neinu æða þjóðfé- lagsfræðingar, menningargagnrýnendur og út- gefendur með lafandi tungu á eftir kynslóðun- um sem þjóta hjá. Enginn átti von á því að hægt yrði að auka hraða framleiðslunnar í þessu til- liti, en framfarirnar eru greinilegar. Á nokkrum áratugum hafa glataða-, fyrirstríðs-, striðs- og eftirstríðs-, efagjarna-, liðuga- og þögla kynslóðin þeyst framhjá okkur. Þannig getur nú hver sem vill og hefur yfir góð- um blaðafulltrúa að ráða orðið margfaldur lang- afi, þó ekki nema „í menningarlegu tilliti" sé eins og blaðafulltrúinn mundi segja. Það er ekki svo lítið sem á gagnrýnina er lagt, að þurfa 1 flýti að hreinsa leikvanginn af hinum helriðnu kynslóðum. Því lofsverðari virðist hin hátíðlega nákvæmni, sem Karl O. Patel beitir við útför beat-kynslóðarinnar — The Beat Genera- tion — en lát hennar tilkynnist hér með. Úrval hans er fyrirmyndar grafhýsi, þar sem jafnvel hin lítilmótlegasta blaðagrein er lögð til hinztu hvíldar af fílólógískri leikni. Reiðilaust, jafnvel ofurlítið hrærð, stöndum við frammifyrir bókmenntaminnismerki, sem þýzk fræðimannsiðni hefur reist síðustu kynslóðinni sem burtkallaðist í blóma lífsins, og full undr- unar lítum við í' huganum yfir veraldarvafstur hennar. „Hún var vakningarhreyfing eins og Spengler spáði að koma mundi,“ reit eitt sinn Buddha hennar og æðstiprestur, Jack Kerouac. Spengler „sagði, að á síðasta skeiði vestrænnar menningar kæmi fram víðtæk endurnýjun trúar- legrar dulhyggjul Hún er komin fram!“ Hún kom fram og rann út í sandinn eins og mjöllin, sem féll í fyrra. Ekkert gengur eins fljótt úr sér og nýjasta nýtt. „Að áliðnu árinu 1947 byrjaði það að taka á sig fast form. ... þegar the Hipsters létu fyrst til sín heyra og sögðu: „Snarbrjálað, maður." ... Æðisgengið og villt ár — sum okkar hlupu bara um strætin og öskruðu halló.“ Þá þegar var þetta „æðislega nýja" frá því í fyrra- dag, nefnilega uppkoma æskulýðshreyfingarinn- ar í amerísku þjóðfélagi — 50 árum á eftir tím- »num. Hæpinn sigur farfuglahreyfingarinnar milli Greenwich Village og San Francisco vannst samt ekki án þess að skipt yrði um búninga og leikmuni: í stað þess að kveikja varðeld kveiktu bitnikkarnir sér í marihuanavindlingum, í stað gamla gítarsins var kominn jazzgítar og f ferðina var ekki farið með bakpoka, heldur í gömlum uppgerðum Ford. í hinni hugmyndafræðilegu kássu, sem beat-kyn- slóðin nærðist á, má finna sumt af því sem æsku- lýðshreyfingin þýzka fékk illt í magann af. 54 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.