Birtingur - 01.12.1963, Page 63

Birtingur - 01.12.1963, Page 63
runnin bæði angurværðin og lífsástin djúpa hjá Bellman og mörgum öðrum miklum skáld- um. í andrúmslofti kristinna eilífðarhugrenn- inga blandast harmþungi andstæðunum gott og illt, himnaríki og helvíti. En til eru mörg fleiri og óhátíðlegri átakaefni. Sum hinna mikilvægustu eru þjóðfélagslegs eðl- is. Þau brjótast frarn í vandlætingarljóðum af ýmissi ætt. Auk þessa munu öll skáld — þótt lægra hafi um það — teygð milli samfélagslegra skauta í einkalífi sínu: skáldin finna — aðeins mismunandi ljóslega — að þau eru undantekn- ingar í mannheimum, þar sem þau lmeigjast hvað sterkast að því, sem flestum öðrum er lítils virði, eins og til dæmis ljóðlist. Að baki ljóðinu leynist þá eins konar félagsþrá. Skáldin vilja gefa öðrum með sér. Getur þetta nálgast skrifta- þörf. Mönnum er léttir að því að skynja glögg- lega og skýra frá innra og ytra lífi sínu, enda er oft talað um að yrkja sig frá þessu eða hinu. En oft er inntak félagsþarfarinnar einfaldlega þetta: Gleðjizt með mér, berið með mér byrðar lífsins! Já, sjálfsagt er skáldum lí'ka einatt þörf á Jrví, sem Englendingar kalla conspicuous con- sumtion: Lítið á, hvað ég hef fundið og reynt, Jressu hef ég afrekað. Hver hélduð þið, að ég væri? „En ég, sem er lifandi maður og ungur enn, / er ekki svo grænn sem þið haldið .. .“*) *) Ég hef notað hér alkunnar ljóðlínur eftir Stein í stað sænsku tilvitnunarinnar: „Jag ar ej den buse som ni trott. / Jag ar lard till orgelnist!“ Þýð. Ósvikin skáld finna sjálfsagt oft, að skáldskapar- ástríðan er einmitt ástríða, sem þau telja ekki bráðnauðsynlegt að útskýra, enda þótt þau reyni náttúrlega á þrautastundum póetískra eftir- kasta að finna einhvern tilgang í því þjáninga- eitri, sem ljóðadísin lætur aldrei hjá líða að blanda í hæfilegum(?) mæli saman við suttunga- mjöðinn. Kannski er skáldskaparáráttan sjálf- stæð frumhvöt. Margur mun þó ætla, að Ijóð kvikni vegna aðlögunarerfiðleika af ýmsu tagi. Og trúlega hafa þeir nokkuð til síns máls — samanber það sem að framan sagði um innri átök. En því þarf hreint ekki að vera þannig liáttað, að skáldið hafi orðið illa úti í lífinu og leiti í ljóðagerð sárabóta fyrir þá hamingju, sem lífið vildi ekki veita því. Tor Andrae víkur á þetta efni í bók sinni Mystikens psykologi, þar senr hann segir, að Ijóðið krefjist einveru og sum ljóðskáld, sem eigi af ærnum Hfsþrótti að taka, leiti að yfirlögðu ráði einvista, já stundi meira að segja meinlæti ljóðlistarinnar vegna, þó að þau hafi í annan tírna sýnt og sannað, að þau kunni að meta nægtaborð lífsins. Skáldun- um finnst þau með einhverjum undarlegum hætti skuldbundin skáldgáfunni. Þetta eitthvað, sem iðulega hefur skáldið yfir veraldarinnar veizluglaum, „leiðir hann um stund afsíðis frá einfeldnislegri lífsgleði og gcrir honum að líta með einkennilega fjarrænni alvöru einnig á sína eigin gleði, eigin ást, eigin hamingju — það er livorki ytra afl né innri dulmögn, sem endur fyrir löngu hafa gert hann að draumhuga, að- BIRTINGUR 61

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.