Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 6
hollustu, þjónustusemi við auðveldsöflin. Ekk-
ert var eins hatað og þær vinstristefnur sem
voru í andstöðu við stalínismann, þannig
að sjálfir fulltrúar auðvaldsins virtust hátíð
hjá þeim vinstrimönnum sem voru flokkaðir
sem villutrúarmenn, við könnumst við glós-
urnar: endurskoðunarsinnar sem nú er farið
að kalla endurskoðunarsvín. í blindri heift er
komið á kreik orðaleppum sem eiga að duga
til að gereyða málstað þess sem véfengir hina
alvitru forustu. Þegar Ungverjalandsmálin
voru á döfinni fundu frjóir snilliandar upp
sví virð ingar f or múluna: tilfinninganæmir
rithöfundar — sem öll kippan hafði á hrað-
bergi og át upp eftir hinum andríka upphafs-
manni eða samkvæmi slíkra til að gera sig skot-
helda fyrir efasemdunum og ónýta málin fyrir
skáldum og rithöfundum sem blöskraði aðfar-
irnar við að berja niður uppreisnina gegn stal-
ínasminum í Ungverjalandi. Og þá þarf ekk-
ert að hugsa út í það hvort það sé í sjálfu sér
svívirðilegt að rithöfundar hafi næmar tilfinn-
ingar og hver væri hin rökfræðilega niðurstaða
af slíkri ályktun. Né hver væri útópía þeirra
manna sem þannig hugsa. Er það samfélag
termíta og maura? Eða fasisminn?
Bók Kolakowski er þó fyrst og fremst byggð
á þeirri spurningu: er bara ein leið til sósíal-
ismans? Eru engir aðrir kostir? Hann kemst
að þeirri niðurstöðu að það séu fleiri leiðir.
Sektarisminn sé mark um stöðnun, einskonar
ellihrörnun og geldingu. Þegar hin pólitísku
samtök eru hætt að vera tæki en orðin mark
í sjálfu sér, einhverskonar virki sáluhjálpar 1
sértrúarflokki þar sem hin æðsta dyggð er að
verja þær forsendur sem þegar eru afmarkað-
ar og hindra af öllu afli lögmæta endurskoð-
endur í því að komast í bókhaldið. Kolakow-
ski lítur ekki á marxismann sem endanlega
kenningu og fullreiknað dæmi heldur and-
lega þróunarlínu í samspili og tvítogi hug-
sjóna og vísinda sem byggir á vissum grund-
velli frá Marx og hefur þau einkenni sem
hann nefnir: skilyrðislausa skynsemisafstöðu
andans, róttækt gagnrýniviðhorf, algeran
skort á tilfinningasemi við þjóðfélagsfræði-
legar rannsóknir og determínisminn sem segir
að við sömu aðstæður komi sömu fyrirbærin.
Kolakowski segir að ídeólógían sé summan af
þeim sjónarmiðum sem þjóna þjóðfélagshópi
(stétt en ekki bara henni) til að kerfisbinda
þau gildi sem túlka dulmagnaða sjálfsvitund
þessa hóps starfsemi hans og stefnun . . . með
öðrum orðum, segir hann: þjóðfélagshlutverk
ídeólógíunnar er að styrkja trúna á þau gildi
sem eru nauðsynleg til þess að hópurinn geti
starfað og náð árangri. Innan ideólógíunnar
koma til greina goðsögnin eða mýtan sem er
summan af frásögum einstakra atburða svo
sem í sögu guða eða einstakra manna þegar
4
BIRTINGUR