Birtingur - 01.12.1967, Page 8

Birtingur - 01.12.1967, Page 8
bara þvættingur í þér. Nú er komið nóg. Ég er búinn að fá höfuðverk af þessu blaðri þínu og heimskurugli. Ég held ég fari bara að hátta . . . Hann þrumar yfir djöfsa þar til hann ákallar drottin og biður hann að gefa hönd sinni afl til að gefa skrattanum á kjaftinn einsog hann eigi skilið og þátturinn endar á því að Lúther hrópar á þjóna sína því hann hefur brotið spegilinn. Leikþáttur eftir Kolakowski: Kerfi séra Jensens: fólk á biðstofu tannlæknis. Það bíður lon og don. Yfir leiknum stendur: Skopleikur í tveim þáttum eftir ýmsa höf- unda, ekki frumlegur. Bjartsýn rökþræta við Beckett. — Þetta fólk talar og talar. Enginn er kallaður inn. Hvernig stendur á því? Óp úr herberginu þar sem tekið er á móti sjúk- lingunum. Eftir hvaða röð er farið? Stafrófs- röð, segir ritari læknisins sem situr við skrif- borð með skjöl fyrir framan sig. Hvað er komið langt? Adams. En við höfum haft sex hundruð sjúklinga sem hétu Antoní Adams. Það kemur í ljós að fjörutíu þúsund starfs- menn sjá um spjaldskrána. Hvað er hinumeg- in? Það veit enginn. Sumir eru búnir að bíða í þrjátíu ár jafnvel 70 ár. Loks kemur upp úr kafinu að tannlæknirinn er kominn á eftir- laun og fólkið verður að fara til annars tann- læknis. Séra Jensen segir að þau djúpu sann- indi hafi lífið kennt sér, og hann sé nú ekki ungur lengur: að sérhver tannlæknir er betri en sá sem var á undan. Þannig situr þetta fólk og talar um lífið og hvað skyldi vera hinumegin? 6 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.