Birtingur - 01.12.1967, Síða 9

Birtingur - 01.12.1967, Síða 9
EZRAPOUND: ÚTAF VÖTNUNUM SJÖ Geir Kristjánsson þýddi Útaf vötnunum sjö og höfundarlaus þessi stel': Regn; eyðilegt fljót; bátsferð, Eldur úr frosnu skýi, ausandi regn í ljósaskiptunum Undir káetuþaki var ein lukt. Reyrinn er þungur; beygður; og bambusviðurinn talar eins og hann gráti. Haustmáni; rísa hæðir við vötn móti sólarlagi Kvöldið er eins og veggur úr skýi, mistur yfir gárum; og í gegnum það hvassir langir reknaglar kanelbörksins, kaldur söngur í reyri. Handanfjalls bjölluhljóð múnks berst um með vindi. Segl fór hér hjá í apríl; kann að koma á heimleið í október Bátur hverfur í silfur; hægt; Sól glampar ein á fljótið. ♦ Þar sem dimmrauð veifa fangar sólsetrið Rjúka skorsteinar strjálir í tvílýsinu Kemur svo snjór snerrinn á fljótið Og heimur grefst undir jaða Smár bátur flýtur líkt og lukt, Ólgandi vatnið kekkjast eins og af kulda. Og við San Yin eru þeir makráðastir rnanna. Villigæsir renna sér að sandrifinu Ský safnast saman kringum op ljórans Breiður sjór; gæsir raða fylkingum með haustinu

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.