Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 12

Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 12
SIGURÐUR JÓN ÓLAFSSON: LUIS BUNUEL „Ég hefi ávallt verið trúr mínum surrealisku meginreglum: „Lífsþörfin afsakar aldrei van- trúna á listina." Af þeim nítján eða tutt- ugu kvikmyndum, sem ég hef gert, eru þrjár eða fjórar mjög lélegar, en í engri þeirra hefi ég brotið mitt siðferðilega lögmál. Að hafa sitt lögmál finnst mörgum barnalegt, en ekki mér. Ég er á móti vanaföstu siðferði, arfgengri friðhelgun á skepnum, tilfinningasemi og öllu því, sem viðkemur móralskri úrkynjun í þjóð- félaginu. Vissulega hef ég gert slæmar myndir, en frá mínu sjónarmiði eru þær allar siðferði- lega rökrænar." Eitthvað á þessa leið kemst sá andans jöfur, Luis Bunuel, að orði. Já, ég segi og skrifa and- ans jöfur, því að það er ekki á færi allra snill- inga að gera kvikmyndir á borð við Viridi- ana og Engil dauðans, jafn miskunnar- lausar þjóðfélagsádeilur og þær eru og dásam- lega svívirðilegar. En snúum okkur að ævi- ferli þessa merka manns. Bunuel er Spánverji, fæddur í Aragon árið 1900. Hann lagði stund á heimspeki við há- skólann í Madrid og komst brátt í kynni við þekkta listamenn, s.s. Salvador Dali, García Lorca o.fl. Hugur hans hneigðist brátt til kvikmyndagerðar, og 1920 stofnaði hann einn af fyrstu kvikmyndaklúbbum Evrópu. Eftir háskólanámið ferðaðist Bunuel til Parísar og gerðist aðstoðarmaður hjá Jean Epstein við töku á myndunum Mauprat og La Chute de la Maison Usher. í samvinnu við málarann og sérvitringinn Sal- vador Dali gerði Bunuel sína fyrstu kvikmynd: Hundur frá Andalúsíu (Un Chien Anda- lou); surrealisk fantasía, þar sem óþyrmilega er rótað við áhorfandanum og hann vak- inn uppúr lognmollunni með hneykslanleg- um atriðum. Upphafsatriði kvikmyndarinnar ber þess glöggt vitni — nærmynd af konuauga, skorið í sundur með rakhníf. Kvikmyndin, sem var hatrömm árás á kredduspillingu síns tíma, hafði líka gífurleg áhrif; margir for- dæmdu Bunuel og kölluðu hann sadista, en aðrir útnefndu hann snilling, og það er haft fyrir satt, að dr. Sigmund Freud hafi fengið mikinn sálfræðilegan áhuga á myndinni. Mér býður í grun, að kenningar Freuds hafi haft töluverð áhrif á Bunuel, sbr. Engil dauð- ans, sem ég mun víkja að síðar. Dali, með sínar sérkennilegu hugmyndir, átti ekki eins mikil ítök í næstu mynd Bunuels, Gullöldinni (L’Age d’Or), sem hann gerði tveim árum síðar eða 1930. Gullöldin er merkasta kvikmyndin í anda surrealismans og þar kemur glögglega í ljós sú lífsskoðun Bunuels, sem átti eftir að móta síðari verk hans. í þeirri kvikmynd er m.a. fjallað ummis- heppnað samband tveggja elskenda, en hún er þó fyrst og fremst ádeila á kaþólska helgi- 10 BIRTINCUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.