Birtingur - 01.12.1967, Side 13

Birtingur - 01.12.1967, Side 13
siði, blandin nöpru háði. Um skeið var þessi kvikmynd algerlega bönnuð, og var það mest- megnis fyrir sakir afskiptasemi lögreglustjóra nokkurs, Chiappe að nafni. Bunuel svaraði svo fyrir sig rúmum þrjátíu árum síðar, þegar pólitískir öfgamenn ganga í skipulagðri fylk- ingu í lokaatriði kvikmyndarinnar Úr dag- bók herbergisþernunnar, hrópandi: „Lifi Chiappe". Með næstu kvikmynd sinni, Landi án brauðs (Tierra sin Pán, gerð 1932), segir Bunuel skilið við surrealismann. Þett er heim- ildarkvikmynd um fátækrahéraðið Las Hur- des og lýsir neyð íbúanna af miskunnarlausu raunsæi. Bunuel beitir engum bellibrögðum, hann lætur kvikmyndavélina lýsa hljóðlátlega eymd fólksins; hvernig það berst áfram í líf- inu, næringarlaust og í rifnum fatagörmum innanum skuggalegt og ógnþrungið umhverf- ið, þar sem dauðinn bíður á næsta leyti eins- og þögull áhorfandi. Kvenfólkið þvær flík- urnar af fjölskyldunni í sömu lækjarsprænu og menn svala þorsta sínum. En nú voru talmyndirnar komnar til sögunn- ar og flestir snillingar þöglu myndanna hurfu í peningagin gróðahyggjumanna í Hollywood, sem litu á kvikmyndir frá sjónarmiði hagnað- ar og gáfu skít í alla snillinga og sjálfstæða listsköpun. Bunuel fór til Hollywood, að ráði Chaplins, en fékk þar engri mynd að stjórna Atriði úr nýjustu mynd Bunuels, „Belle de Jour". Helztu leikendur: Catherine Deneuve, Jean Sorel, Michel Piccoli, Genevive Page, Francisko Rabal. Atriði úr „Gullöldinni" (L’Age d’Or). III RTINGUR

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.