Birtingur - 01.12.1967, Page 17

Birtingur - 01.12.1967, Page 17
dómsdagsprédikun, sem hann þrumar yfir samfélaginu? Vissulega er Bunuel mannspott- ari, en hann hefur samúð með manninum og vill vekja hann uppúr þessum andlega doða með því að sýna hann í sinni nöktustu mynd. Bunuel gefur „lausn", en maðurinn er ekki fær um að læra af yfirsjónum sínum og hjúpar sig aftur dulu siðmenningarinnar. Þessi „lausn“, sem Bunuel gefur okkur í kvikmynd- inni, er tilkomin vegna sterkra áhrifa frá kenn- ingum Freuds. Eftir að hafa lokið við Engil dauðans flyzt Bunuel til Frakklands og hefur dvalizt þar síðan, en hefur samt látið í veðri vaka, að hann vilji hverfa aftur til Mexíkó. Úr dagbók herbergisþernunnar (Le Journal d’une femme de chambre) er gerð eftir sögu Octave Mirbeaus og fer hin ágæta franska leikkona, Jeanne Moreau, með aðal- hlutverkið. Annar þekktur kvikmyndahöfund- ur hefur einnig gert rnynd eftir þessari sögu: Jean Renoir. Saga þessi fjallar um unga þjón- ustustúlku, sem kemur til afskekkts sveitaset- urs í Normandie. Hún fær vinnu hjá kynlegu fólki, og gerast karlmennirnir harla áleitnir við hana. Þessi kvikmynd er yfirborðskennd- Herra Rambour (Jean Ozenne) að máta gömul stígvél á Celestine (Jeanne Morcau). Úr „Le Journal d’une femmc de chambre". BIRTINCUR 15

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.