Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 23
EINAR HÁKONARSON: NOKKUR ORÐ UM GRAFÍK
f sænska tímaritinu Konstvannen (4. tbl. 1964)
birtist grein um grafík á íslandi eftir sænska
myndlistarmanninn Börje Sandelin, þá ný-
kominn úr ferð til landsins. Eru þar nefndir
nokkrir íslenzkir myndlistarmenn, er unnið
hafa í svart og hvítt, þ. e. lagt stund á grafíska
list. Höfundinum finnst furðu sæta, að graf-
ísk list skuli ekki hafa þróazt í þessu landi bók-
menntanna og kemst svo að orði í greinarlok,
að grafísk list í venjulegum skilningi sé þar
ekki til.
Því miður verðum við íslendingar að bíta í
þetta súra epli. Hér er náttúrlega fyrst og
fremst við íslenzka myndlistarmenn að sak-
ast — að fáeinum undanteknum, sem hafa þó
gefizt upp á að gera grafík að sjálfstæðri og
virtri listgrein á íslandi.
Þýðing grafískrar listar á liðnum öldum verð-
ur ekki í vafa dregin.Þar um er heimslista-
sagan til vitnis. Elztu myndir þrykktar eru
t. d. kínverskar tréskurðarmyndir frá um 800
e. K. I Japan voru tréskurðarmyndir þekktar
um 1000 e. K., en ná hámarki um 1700 og
nokkru síðar fullkomnun f littréskurðarmynd-
um, sem hvergi eiga sinn líka á byggðu bóli
sökum fínlegra blæbrigða litarins á pappírn-
um. í Evrópu, þar sem pappír komst almennt
í gagnið um 1300, eru fyrstu þekktar tréskurð-
armyndir frá því um 1380. Nokkru seinna
kemur þýzki meistarinn Albert Dúrer fram
og hefur tréskurðarmyndir í svörtu og hvítu
til frjálsrar listgreinar. Starf hans að grafík
varð ómetanlegt fyrir síðari tíma, því að með
myndum hans öðlaðist grafíkin fullt jafnrétti
við aðrar greinir evrópskrar myndlistar.
Allflestir hinna fremstu myndlistarmanna hafa
æ síðan spreytt sig á þessari margbrotnu og
dularfullu listgrein.
Hefur grafík átt mikinn þátt í listuppeldi al-
mennings, vegna þess að myndirnar eru gerð-
ar í mörgum eintökum, sem eru þó hvert og
eitt „original” listaverk.
Grafísk listaverk eru þrykkt á pappír frá
þrykkplötu, sem listamaðurinn hefur sjálfur
unnið myndina í með ýmsum hætti eftir eigin-
leikum plötunnar. Ég mun nú reyna að lýsa
nokkrum grafískum aðferðum. Hinar venju-
legustu skiptast eftir þrykkaðferð í þrjá höf-
uðflokka: djúpþrykk, háþrykk og planþrykk.
Djúpprykh
Við djúpþrykk — eða koparþrykk eins og það
er venjulega kallað — eru sýrugrafnar línur
eða fletir fyllt með þrykklit, sem síðan þrykk-
ist á pappír við mikinn þrýsting í koparþrykks-
pressu.
Dæmi: Sýrubrennsla (etsning), koparstunga.
BIRTINGUR
21