Birtingur - 01.12.1967, Page 26
trjástokks er myndin skorin í línóleumplötu.
Hún er fremur auðveld viðfangs og gefur
möguleika á að vinna frjálslega á margan hátt.
Þegar platan er tilbúin til þrykkingar, er
hægt að þrykkja með venjulegri matskeið og
í bókþrykkspressum í frekar stórum upplög-
um.
III. PLANÞRYKK
Steinþrykk (litografi)
Myndin er þrykkt frá sérstakri kalksteinsteg-
und eða álplötum, svokölluðum offsetplötum.
í allra stærstu dráttum má segja, að aðferðin
byggist á því, að fita og vatn skilja sig hvort
frá öðru. Myndin er teiknuð eða máluð á
steininn með sérstökum litografi - krítum,
pennum og bleki. Eftir mjög flókna með-
höndlun á steinfletinum er myndin „völsuð
inn“ með þrykklit. Festist þá liturinn aðeins
á þeim flötum, sem fita er á, þ.e.a.s. teiknuðu
og máluðu flötunum.
Litgrafik
Hvaða grafiskri tækniaðferð sem menn beita,
er hægt að þrykkja myndirnar í meira en ein-
um lit. Oftast notar listamaðurinn þá fleiri
en eina plötu eða einn stein. Hitt er þó einn-
ig til, að sama plata sé notuð fyrir marga liti,
og þá í kopargrafík.
24
BIRTINGUR