Birtingur - 01.12.1967, Page 27

Birtingur - 01.12.1967, Page 27
EINAR BRAGI: HAUSTSÝNING Horfðu undir hönd mér, enginn veit nema þér birtist tveggja nátta tungl skimandi um hillur svörtulofta líkt og alhvítur hvolpur að sækja fé í kletta. Horfðu undir hönd mér, örvænt er ekki að þú fáir greint, jafnvel greypt þér í augu tindrandi brot úr óskastjörnu haustsins um leið og hún sundrast. TÖÐUGJÖLD Eins og draumlyndur smali fari hljóður að fé er morgunblærinn að hverfa til heiða með skýin. Þó skilur hann eftir á himni dálítinn hóp eins og hnappsetin lömb í stóru kalhvítu túni: töðugjöld bónda á þessu grasleysissumri.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.