Birtingur - 01.12.1967, Síða 27

Birtingur - 01.12.1967, Síða 27
EINAR BRAGI: HAUSTSÝNING Horfðu undir hönd mér, enginn veit nema þér birtist tveggja nátta tungl skimandi um hillur svörtulofta líkt og alhvítur hvolpur að sækja fé í kletta. Horfðu undir hönd mér, örvænt er ekki að þú fáir greint, jafnvel greypt þér í augu tindrandi brot úr óskastjörnu haustsins um leið og hún sundrast. TÖÐUGJÖLD Eins og draumlyndur smali fari hljóður að fé er morgunblærinn að hverfa til heiða með skýin. Þó skilur hann eftir á himni dálítinn hóp eins og hnappsetin lömb í stóru kalhvítu túni: töðugjöld bónda á þessu grasleysissumri.

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.