Birtingur - 01.12.1967, Side 33
skraddarasaumuðum fötum með æpandi köfl-
um og röndum, með hálsklút, sem maður
bjóst við á hverju augnabliki að mundi fljúga
eins og fiðrildi undan höku hans, í mjúkum,
loðnum úlsterfrakka og með broslegan hatt,
sem var tyllt glæfralega upp á hvirfilinn, byggi
yfir hæfileikum til þess að skapa búning hin-
um stórbrotnu, arfsögulegu sýnum íslands.
Samt dylst engum, að hann býr yfir lifandi
frjómagni hins sanna listamanns, sem getur
óvænt lostið okkur furðu með því að steypa
sér út í straumkast voldugra fossa. Bækur hans
eru bækur dulýðginnar; faldir fjársjóðir sem
yfir brennur rauður logi þjóðsögunnar:
segið lykilorðin, Sesam, Sesam opnist þú og
dyrnar lúkast upp. Kunnið töfraþuluna, og
fjársjóðurinn flæðir upp úr jörðinni og er
ykkar. En án galdra og töfraþulu getur eng-
inn skilið Laxness til fulls. Hann er fjölkunn-
ugur.
Fyrir þá, sem geta lesið Laxness á frummálinu,
teljast verk hans meðal afreksverka hins rit-
aða máls; sem manneskja er hann einn af
fáum, sem austurlenzkir heimspekingar gætu
lofað fyrir að hafa löngum gengið Veginn.
Þetta á sér margar skýringar — meðal annars
þessa: „Heilög persóna á sér ekkert sérstakt
hjarta. Hjarta fólksins er hjarta hennar. Ég
elska hið góða. Hið illa elska ég líka.“
Laxness voru veitt Nóbelsverðlaunin sem
málsvara húmaniskra hugmynda, og sjaldan á
undanförnum árum hefur þeim verið svo
réttilega varið. Sem félagslegur umbótamaður
hefur hann ekki verið neinn smábæjarskít-
kastari. Á því sviði er hann einnig stór í snið-
um; og hann veit af reynslunni, að maðurinn
lifir ekki af brauði einu saman.
Sem sagt: hann byrjaði með því að heimta
brauð og endaði með því að sanna, að andleg
fegurð, sem birtist jafnvel í helvíti líkamlegr-
ar ánauðar, getur alls staðar töfrað fram líf og
unað. Þegar hann með fáránlegum og skop-
legum, tragiskum og tragikómískum dráttum
lýsir hugmynd sinni um eymd — og í rauninni
er það aðeins hugmynd og tákn, en ekki sann-
söguleg mynd af hversdagslegri fátækt hins ís-
lenzka bónda, sem birtist okkur — þá spinnur
hann ofurfínan, næfurþunnan vef, hann
spinnur upp ljóð, þar sem við á sama hátt og
Ólafur Kárason erum „gestir ódauðleikans".
Mjög fáir rithöfundar á okkar tímum geta á
sama hátt og Halldór Laxness boðið lesend-
um sínum til veizlu meðal guðanna sem gest-
um ódauðleikans.
Og mjög fáir nútímahöfundar eru eins og
hann vinir alls heimsins, allra þjóða. Friður-
inn, „hinn sanni tónn“, sem maður skynjar í
honum sem mannlegri veru, og maður
þekkir af bókum hans, stingur hlægilega í
stúf við hið óviðráðanlega, ytra eirðarleysi.
BIRTINGUR
31