Birtingur - 01.12.1967, Side 45

Birtingur - 01.12.1967, Side 45
Framgrunn í jarðlitum, miðgrunn í gróðrar- litum, bakgrunn í bláum tónum fjarlægðar. Þannig opnast myndin í fjarlægð og dýpt, og í henni birtist mikilfengleiki landslagsins líkt og örugglega mótuð uppbygging landsins. Hátt ofar öllu hvíla í tignarlegri einveru jöklarnir (sem „alltaf eru við höndina"). Við sjáum mann sem kann íþrótt sína og iðn. Af og til kemur listagyðjan og kyssir hann. Þá getur kviknað í myndum hans furðulegt ljós á heiðarhimni eða í mildri aftureldingu yfir fannbreiðum jöklanna, og orðið til verk sem er meira en handverk ... listaverk. Þ. Þ. var listamaður upphafsins. Mér finnst ósennilegt, að það sé tilviljun ein, að dögun og morgun- roði, kvöldhúm og afturelding eru þeir tímar dagsins sem Þ. Þ. voru geðfelldastir. í verk- um Jians birtast eins og í morgunsárinu útlínur ltinnar miklu landslagslistar, sem seinna meir verður að viðfangsefni heillar kynslóðar. En lífsbarátta Þ. Þ., listræn stefna hans, jafn- vel fyrstu hugleiðingar Alþingis um að styrkja myndlistina, allt þetta er eins og ljós eftir langvarandi myrkur. Þessi árbjarmi, sem svo mjög einkennir myndir Þ. Þ., átti eftir að verða í verkum Ásgríms og Jóns Stefánssonar að hádegisbirtu. Hin raunhæfu form lands- lagsins í verkum Þ. Þ. áttu seinna eftir að sveiflast { hrynjandi óháðrar og írjálsrar tján- ingar. Liturinn er leystur úr þeim álögum að lýsa hlutunum og gæddur andlegum og hug- lægum tjáningarmætti. Hin umdeilda harm- onia er leyst upp í litfagnað hástemmdra til- finninga, lieiftugra geðlirifa expressionismans. Hin upprunalega hógværð og lotningarfulla einvera Þ. Þ. andspænis náttúrunni víkur seinna fyrir kröftugri sjálfsvitund nýrra kyn- slóða, jafnvel hroka og ofsa. En Þ. Þ. var maður hógvær. Myndir lians bera þess vott. Við 100 ára afmælissýningu Þórarins Þorláks- sonar var hreyft þeirri spurningu hvort það hafi verið söguleg nauðsyn eða stað- og tíma- bundin tilviljun, sem réði listaferli Þórarins. Víst er þó að allar þess konar vangaveltur verða að beygja sig fyrir staðreyndum hinnar raunverulegu þróunar sem vaxð: Þ. Þ. hafði fengið í sínar liendur það mikla lilutverk að vera upphafsmaður íslenzkrar myndlistar. Mun óvíða dæmi sem lýsa á jafnfrábæran hátt, hvernig lífsbarátta og æviferill eins manns samlagast og móta um leið þróun hinnar íslenzku myndlistar. Listasafni íslands ber mikið þakklæti fyrir að hafa efnt til þess- arar fróðlegu sýningar. Hún gaf mönnum ekki aðeins kost á að kynna sér verk Þ. Þ. í heild sinni, sem Iiingað til var næstum óþekkt, held- ur veitti hún innsýn í hinn stórmerka þátt um: Uppruna og dögun nútíma myndlistar á íslandi. BIRTINGUR 43

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.