Birtingur - 01.12.1967, Side 50

Birtingur - 01.12.1967, Side 50
haldið því fram?), heldur sennilega vegna þess að hann var kotkarl, og skipti trauðla máli hvort hann var skáldmæltur eða ekki. Eða hvað? Gat hent, að hann vanrækti stundum búskapinn og færi að yrkja? Hins vegar ef hann hefði verið gott skáld, þá hefði hann að öllum líkindum verið í feitu og þægilegu embætti, samkvæmt þeim upplýsingum ís- lendingaspjalls að „langt frammeftir nítjándu öld voru góðum skáldum fengin virðulegust embætti sem völ var á innan þess stjórnar- kerfis sem í landinu lafði ...“ Annars hefði Bólu-Hjálmar átt að vera í Reykjavík, því þar geta menn lifað flott, án þess að hafa nein- ar tekjur af bókum, eins og bezt sést á því, að „í kringum Reykjavík flögra miljónir stórra fugla af ýmsum tegundum sem altaf eru að éta eitthvað upp úr sjónum. Þessir fuglar hafa engar tekjur af bókum sínum en þeir lifa flott“. Þá er unnt að gera sér í hugarlund þann lúxus sem þessir fuglar mundu lifa í, ef þeir hefðu tekjur af bókum sínum ofan á þessa dýrindisveizlu, og það þótt þeir hefðu aldrei fengið Nóbelsverðlaun. En þótt skáld séu yfirleitt ekki fuglar, þá gerir það ekkert til, því ef menn eru blánkir í Reykjavík, þá eiga þeir „ævinlega frænku í bænum ef vel er að gáð, eða þegar verst lætur gamla mömmu uppi í sveit, og hún gefur rúgbrauð og salt- fisk . . .“ En þegar ég sá fyrir mér Bólu-Hjálm- ar verða að miklu skáldi í Reykjavík af því að hann gat farið upp í sveit og fengið rúgbrauð og saltfisk hjá mömmu gömlu, þá kom mér í hug þessi vísa hans: Lét mig hanga Hallands Manga herðadrangann viður sinn. Fold réð banga flegðan langa fram á stranga húsganginn. Nei, það hefði ekki dugað þessu skáldi sem átti enga mömmu að leita til og þá var aðeins eftir eitt ráð (úr íslendingaspjalli), sem Hjálmar lét sér því miður aldrei detta í hug, en það var að „fara að ferðast um landið eins- og þýzkur prófessor og doktor“, því þá hefði hann sem sagt fengið „ókeypis kaffi og bakk- else 30 sinnum á dag“. Allt ber að sama brunni, að hér lifa rithöf- undar og skáld í paradís meiri en sögur fara af annars staðar á hnettinum, þannig að þeir þurfa ekki annað en velja það sem hugurinn helzt girnist, jreim er þá afhent það, til dæmis hálendi íslands. Hvað eiga skáldin að gera við hálendi íslands? Bólu-Hjálmar stritaði þar í heiðarkoti og fékk nóg af því. En ef það er til að yrkja um það, þá hélt ég að hálendi íslands væri eins konar „no man’s land“ sem ekki þyrfti að afhenda. En hvað skal segja? Er ástæða til að rengja Nóbelshöfund okkar um 48 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.