Birtingur - 01.12.1967, Page 51

Birtingur - 01.12.1967, Page 51
það, hve gott sé að vera skáld á íslandi? Hvað er að marka það, þótt íslenzkir rithöfundar kvarti stundum? Er nokkur á meðal þeirra sem er annað og meira en það sem kalla mætti skáldmæltan eða ritfæran kotkarl? Og ef ein- hver er meira, er hann þá ekki búinn að fá embætti eða kominn á flakk um landið uppá kaffi og bakkelse? Eða kannski að tína eitt- hvað upp úr sjónum við Reykjavík og lifa flott. Við sjáum fyrir okkur einhvern nefndarmann á vegum íslenzku ríkisstjórnarinnar eða t.d. menntamálaráðherra ganga á fund Nóbelshöf- undar okkar og spyrja hann eins og gamlan kunningja: Hvað segir þú, Halldór (ekki Kilj- an, það er alþýðumál), um þessar kröfur sem íslenzkir rithöfundar eru sífellt að gera? Þeir vilja fá hærri styrki, heimta hærri höfundar- laun hjá ríkisútvarpinu, afnumda tolla á bóka- pappír og allt eftir því. Og Nóbelshöfundur- inn okkar bendir á vargana sem fljúga yfir sjónum við Reykjavík í leit að æti eða rífa í sig egg andanna á tjörninni: Rithöfundar á ís- landi? Þeir lifa flott! Nefndarmaðurinn: Já, ég spurði nú svona, en mikið þótti mér þú skrifa snilldarlega um þetta í íslendingaspjalli. Það finnst mér einhver bezta bók þín. Það er líklega óhætt að gera ráð fyrir því að yfirbjóðendur hérlendra menningarmála verði jafnrausnarlegir við íslenzkar bókmennt- ir (raunverulegar) og þeir hafa verið á síðustu áratugum, þrátt fyrir gamansemi þessa fræga höfundar, sem oft hefur brugðið á glens okk- ur til skemmtunar, enda mega þeir muna að sá sami höfundur neitaði eitt sinn að taka við skáldalaunum af því að honum þótti þau ekki nógu há, og voru skáldalaun þó miklu hærri á þeim tímum en þau eru nú. Raunar hafði höfundurinn verið lækkaður, hann hafði ekki verið í náðinni. Ef ég hefði verið að skrifa ritdóm um íslend- ingaspjall, þá hefði mér þótt gaman að minn- ast á ýmis atriði bókarinnar, sem sum varpa ljósi á menninguna, önnur á höfundinn sjálf- an einvörðungu að kalla. En hér er ekki verið að skrifa ritdóm og þess vegna hefur undir- ritaður bundið sig við lítilvægt atriði, eins og hæfa mundi kotkarli blásnauðum. Sögur gæti hann að vísu sagt til viðbótar íslendingaspjalli um þá miklu „virðingu“ sem sum skáld (góð skáld) njóta á íslandi, en það er að sönnu ákveðin tegund af virðingu sem útlendingar mundu vart skilja fremur en sumt annað í fari íslendinga sem bókarhöfundur bendir réttilega á, að útlendingar geti ekki skilið. En fyrir engan mun vil ég að menn skilji orð mín þannig, að ég efist um að það sé gott að vera sjófugl á íslandi. BIRTINGUR 49

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.