Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 51

Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 51
það, hve gott sé að vera skáld á íslandi? Hvað er að marka það, þótt íslenzkir rithöfundar kvarti stundum? Er nokkur á meðal þeirra sem er annað og meira en það sem kalla mætti skáldmæltan eða ritfæran kotkarl? Og ef ein- hver er meira, er hann þá ekki búinn að fá embætti eða kominn á flakk um landið uppá kaffi og bakkelse? Eða kannski að tína eitt- hvað upp úr sjónum við Reykjavík og lifa flott. Við sjáum fyrir okkur einhvern nefndarmann á vegum íslenzku ríkisstjórnarinnar eða t.d. menntamálaráðherra ganga á fund Nóbelshöf- undar okkar og spyrja hann eins og gamlan kunningja: Hvað segir þú, Halldór (ekki Kilj- an, það er alþýðumál), um þessar kröfur sem íslenzkir rithöfundar eru sífellt að gera? Þeir vilja fá hærri styrki, heimta hærri höfundar- laun hjá ríkisútvarpinu, afnumda tolla á bóka- pappír og allt eftir því. Og Nóbelshöfundur- inn okkar bendir á vargana sem fljúga yfir sjónum við Reykjavík í leit að æti eða rífa í sig egg andanna á tjörninni: Rithöfundar á ís- landi? Þeir lifa flott! Nefndarmaðurinn: Já, ég spurði nú svona, en mikið þótti mér þú skrifa snilldarlega um þetta í íslendingaspjalli. Það finnst mér einhver bezta bók þín. Það er líklega óhætt að gera ráð fyrir því að yfirbjóðendur hérlendra menningarmála verði jafnrausnarlegir við íslenzkar bókmennt- ir (raunverulegar) og þeir hafa verið á síðustu áratugum, þrátt fyrir gamansemi þessa fræga höfundar, sem oft hefur brugðið á glens okk- ur til skemmtunar, enda mega þeir muna að sá sami höfundur neitaði eitt sinn að taka við skáldalaunum af því að honum þótti þau ekki nógu há, og voru skáldalaun þó miklu hærri á þeim tímum en þau eru nú. Raunar hafði höfundurinn verið lækkaður, hann hafði ekki verið í náðinni. Ef ég hefði verið að skrifa ritdóm um íslend- ingaspjall, þá hefði mér þótt gaman að minn- ast á ýmis atriði bókarinnar, sem sum varpa ljósi á menninguna, önnur á höfundinn sjálf- an einvörðungu að kalla. En hér er ekki verið að skrifa ritdóm og þess vegna hefur undir- ritaður bundið sig við lítilvægt atriði, eins og hæfa mundi kotkarli blásnauðum. Sögur gæti hann að vísu sagt til viðbótar íslendingaspjalli um þá miklu „virðingu“ sem sum skáld (góð skáld) njóta á íslandi, en það er að sönnu ákveðin tegund af virðingu sem útlendingar mundu vart skilja fremur en sumt annað í fari íslendinga sem bókarhöfundur bendir réttilega á, að útlendingar geti ekki skilið. En fyrir engan mun vil ég að menn skilji orð mín þannig, að ég efist um að það sé gott að vera sjófugl á íslandi. BIRTINGUR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.