Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 52

Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 52
CHRISTOPHER ALEXANDER: BORG ER EKKI TRÉ Grein þessi hefur unnið höfundi sínum — arkitekt og stærðfrseðingi — sérstakan sess meðal allra þeirra, sem skrifað hafa um skipulag siðustu árin. Hún fékk ein af verðlaunum Kaufmann International Design árið 1965, ásamt greinum eftir Ada Louisc Huxtable og tveim rit- gerðum eftir Lewis Mumford. Verðlaunin, sem hann hlaut, voru framhald á sams konar verðlaunaveitingu, er Edgar J. Kaufmann stofnunin veitir og Institute of International Education stjómar. Síðustu verðlaunin voru veitt fyrir „beztu umsögn á sviði skipu- lags og formsköpunar, sem birzt hefur á síðustu fimm árum", og eru þau fyrsta dæmi þess, að framlag, sem inniheldur gagnrýni á þróun skipulagssviðsins. hafi verið opinberlega viðurkennt. Greinin birtist fyrst í april- og maí-hefti „Architectural Forum" 1965; marz-hefti „Design" 1966 og júlí-hefti „Bauen und Wohnen“ 1967. Tréð í yfirskrift minni er ekki grænt laufgað tré. Það er nafn á óhlutbundnu skipulagi. Ég mun bera það saman við annað flóknara skipu- lag, er nefnist hálf-net (semi-lattice). Borgir eru hálf-net, þær eru ekki tré. Til þess að geta sett þessi óhlutbundnu skipulög í samband við eðli borgarinnar verð ég að gera einfalda aðgreiningu. Náttúrlegar borgir og tilbúnar borgir Ég vil nefna þær borgir, sem hafa vaxið í aldaraðir að meira eða minna leyti af sjálfu sér „náttúrlegar borgir". Og ég mun nefna þær borgir og borgarhluta, sem hafa verið skipulagðar frá grunni af teiknurum og skipu- lagsmönnum, „tilbúnar borgir“. Siena, Liver- pool, Kyoto og Manhattan eru dæmi um nátt- úrlegar borgir. Levittown, Chandigarh og hinar brezku New-Towns eru dæmi um til- búnar borgir. Það er æ víðar viðurkennt nú á tímum. að það vantar einhvern veigamikinn þátt í til- búnar borgir. Tilraunir okkar nútíma- manna, að skapa tilbúnar borgir, eru gersam- lega misheppnaðar frá mannlegu sjónarmiði, þegar þær eru bornar saman við fornar liorg- ir, sem hafa öðlazt virðuleik ellinnar. Arkitektarnir sjálfir viðurkenna æ fúslegar, að þeir vilji í rauninni miklu fremur búa í gömlum húsum en nýjum. Fólk almennt, sem að jafnaði gefur ekki Iistum gaum, er ekki þakklátt arkitektunum fyrir það, sem þeir gera, heldur álítur þessa tilkomu nútíma bygginga og borga alls staðar vera óumflýj- anlegan og fremur sorglegan þátt af öðru mikilvægara, sem sé því, að veröldin sé á hraðri leið niður á við. Það er allt of auðvelt að segja, að þessar skoð- anir sýni aðeins berlega, hve fólk er ófúst að gleyma fortíðinni og fastheldið á gamlan arf. Hvað mig snertir, þá set ég traust mitt á þessa fastheldni. Venjulega er fólk reiðubúið að fylgjast með tímanum og þvf sýnir þessi vax- andi tregða manna að viðurkenna nútíma- borgina greinilega þrá eftir einhverju raun- 50 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.