Birtingur - 01.12.1967, Síða 53
verulegu gildi, einhverju, sem við getum ekki
enn gert okkur ljóst hvað er.
Margir arkitektar hafa og af því áhyggj-
ur, að við kunnum að vera að breyta veröld-
inni í stað fullan af litlum kössum úr gleri
og steinsteypu. Mörg djarfleg andmæli og
margar húsagerðir hafa komið fram í því
skyni að hamla gegn glerkassaframtíðinni.
Með þeim öllum er reynt að endurskapa í
nútímaformi þau margbreytilegu einkenni
náttúrlegrar borgar, sem virðast gefa henni líf.
En fram á þennan dag hafa þessar húsagerðir
verið endurtekning á því, sem gamalt er. Með
þeim hefur ekki tekizt að gera neitt nýtt.
„Outrage" nefnist herferð, er tímaritið Archi-
tectural Review fór gegn eyðileggingu þeirri,
sem nýjar byggingar og símastaurar eru völd
að í hinum dæmigerða brezka bæ. Sú herferð
reisti úrbótatillögur sínar að mestu leyti á
gamalli hugmynd. Hún er sú, að samræmi
verði að vera milli bygginga og opinna svæða,
ef mælikvarðinn á að haldast. Þessi hugmynd
kemur í rauninni úr bók eftir Camillo Sitte
um forn torg og markaðssvæði.
Með annars konar úrbótatillögu, er stefnt var
gegn tilbreytingarleysi Jrví sem ríkir í Levit-
town, var leitazt við að endurvekja fjölbreyti-
legt útlit húsa í gömlum, náttúrlegum bæ.
Dæmi um það er þorp Llewelyn Davies í
Rushbrooke í Englandi, — sérhvert húsanna
er dálítið öðruvísi en nágrannahúsin. Þökin
skaga fram á ýmsan frumlegan hátt, lögun
húsanna er athyglisverð og vel hugsuð.
Þriðja uppástungan til úrbóta er sú að reyna
að fá aftur mikinn þéttleika í borgina. Hug-
myndin virðist gera ráð fyrir því, að væri
stórborg eins og risastór járnbrautarstöð með
fjöldann allan af pöllum og jarðgöngum út
um allt og nóg af fólki hringsólandi .L-þjðííí,
yrði hún ef til vill mannleg á ný. Fyrirætlun
Victors Gruens og aðrar fyrirætlanir í sam-
bandi við Hook New Town sýna þess konar
hugmyndir.
Jane Jacobs er með snjöllustu gagnrýnend-
um, þegar hún gagnrýnir þann dauðasvip,
sem hvarvetna blasir við. En lesi maður uppá-
stungur hennar til úrbóta, sem eiga að vera
raunhæfar, fær maður þá hugmynd, að hún
vilji gera nútímaborgir að eins konar sam-
blandi af Greenwich Village og ítölskum
fjallabæ með eintómum stuttum húsaröðum
og fólki sitjandi úti á götu.
Vandamálin, er skipuleggjendur hafa reynt
að glíma við, eru raunveruleg. Það er mikil-
vægt fyrir okkur að uppgötva þá þætti gam-
alla borga, er gáfu þeim líf og taka þá með
okkur inn í okkar eigin tilbúnu borgir. En
við getum ekki gert það með því einu að
endurbyggja brezk jjorp, ítölsk torg og risa-
vaxnar járnbrautarstöðvar. Of margir skipu-
BIRTINGUR
51