Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 53

Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 53
verulegu gildi, einhverju, sem við getum ekki enn gert okkur ljóst hvað er. Margir arkitektar hafa og af því áhyggj- ur, að við kunnum að vera að breyta veröld- inni í stað fullan af litlum kössum úr gleri og steinsteypu. Mörg djarfleg andmæli og margar húsagerðir hafa komið fram í því skyni að hamla gegn glerkassaframtíðinni. Með þeim öllum er reynt að endurskapa í nútímaformi þau margbreytilegu einkenni náttúrlegrar borgar, sem virðast gefa henni líf. En fram á þennan dag hafa þessar húsagerðir verið endurtekning á því, sem gamalt er. Með þeim hefur ekki tekizt að gera neitt nýtt. „Outrage" nefnist herferð, er tímaritið Archi- tectural Review fór gegn eyðileggingu þeirri, sem nýjar byggingar og símastaurar eru völd að í hinum dæmigerða brezka bæ. Sú herferð reisti úrbótatillögur sínar að mestu leyti á gamalli hugmynd. Hún er sú, að samræmi verði að vera milli bygginga og opinna svæða, ef mælikvarðinn á að haldast. Þessi hugmynd kemur í rauninni úr bók eftir Camillo Sitte um forn torg og markaðssvæði. Með annars konar úrbótatillögu, er stefnt var gegn tilbreytingarleysi Jrví sem ríkir í Levit- town, var leitazt við að endurvekja fjölbreyti- legt útlit húsa í gömlum, náttúrlegum bæ. Dæmi um það er þorp Llewelyn Davies í Rushbrooke í Englandi, — sérhvert húsanna er dálítið öðruvísi en nágrannahúsin. Þökin skaga fram á ýmsan frumlegan hátt, lögun húsanna er athyglisverð og vel hugsuð. Þriðja uppástungan til úrbóta er sú að reyna að fá aftur mikinn þéttleika í borgina. Hug- myndin virðist gera ráð fyrir því, að væri stórborg eins og risastór járnbrautarstöð með fjöldann allan af pöllum og jarðgöngum út um allt og nóg af fólki hringsólandi .L-þjðííí, yrði hún ef til vill mannleg á ný. Fyrirætlun Victors Gruens og aðrar fyrirætlanir í sam- bandi við Hook New Town sýna þess konar hugmyndir. Jane Jacobs er með snjöllustu gagnrýnend- um, þegar hún gagnrýnir þann dauðasvip, sem hvarvetna blasir við. En lesi maður uppá- stungur hennar til úrbóta, sem eiga að vera raunhæfar, fær maður þá hugmynd, að hún vilji gera nútímaborgir að eins konar sam- blandi af Greenwich Village og ítölskum fjallabæ með eintómum stuttum húsaröðum og fólki sitjandi úti á götu. Vandamálin, er skipuleggjendur hafa reynt að glíma við, eru raunveruleg. Það er mikil- vægt fyrir okkur að uppgötva þá þætti gam- alla borga, er gáfu þeim líf og taka þá með okkur inn í okkar eigin tilbúnu borgir. En við getum ekki gert það með því einu að endurbyggja brezk jjorp, ítölsk torg og risa- vaxnar járnbrautarstöðvar. Of margir skipu- BIRTINGUR 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.