Birtingur - 01.12.1967, Síða 56

Birtingur - 01.12.1967, Síða 56
3, 4, 5, 6, og tökum ekki hópinn í heild (1, 2, 3, 4, 5, 6) né núllgildi hópsins (—) né hóp hvers frumhluta fyrir sig (1), (2), (3), (4), (5), (6), og getum þá myndað 56 mismunandi undirhópa úr þessuin sex frumhlutum. Gerum ráð fyrir, að við tökum nú fyrir ein- hverja af jressum 56 hópum (rétt eins og við tökum ákveðna hópa og köllum þá einingar, þegar við gerum okkur mynd af borg). Við tökum til dæmis eftirfarandi undirhópa: (123), (34), (45), (234), (345), (12345) og (3456). Hvaða skyldleikasambönd geta þessir hópar haft? Sumir þeirra eru algerir hlutar af stærri hópum, eins og (34) er hluti af (345) og (3456). Aðrir hópar tengjast, eins og (123) og (234). Enn aðrir eru ósamstæðir — hafa enga sam- eiginlega þætti, eins og (123) og (45). Við getum sýnt þessi sambönd á tvennan hátt. í skýringarmynd a er dregin lína um hvern hóp, sem talinn er eining. í skýringarmynd b er hver valinn hópur settur upp í röð hækk- andi gilda, þannig að innihaldi einn hópur annan (eins og 345 inniheldur 34) er dregin lína milli þeirra. Til þess að gera myndina skýrari og einfaldari fyrir augað, drögum við aðeins línu milli hópa, er hafa enga aðra hópa eða línur á milli sín. Þannig gera línurnar milli (34) og (345) og milli (345) og (3456) ónauðsynlegt að draga línu milli (34) og (3456). BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.