Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 61

Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 61
Mesa City lætur okkur við fyrstu sýn ætla, að hún hafi til að bera auðugra skipulag en dæm- in hér á undan, sem eru svo augljóslega strang- ari í uppsetningu. En þegar nánar er að gætt, finnum við nákvæmlega sömu skipulagsregl- una. Tökum til dæmis háskólahverfið. Hér sjáum við að miðborginni er skipt í háskóla og íbúðarhverfi, sem er aftur skipt í nokkur þorp (í rauninni eru það íbúðaturnar) fyrir 4000 íbúa og hverju þeirra síðan skipt enn frekar og umkringt þyrpingum af enn minni íbúðareiningum. 6. Chandigarh (1951) Le Corbusier. Allri borg- inni er þjónað af verzlunarhverfi í miðjunni og tengt opinberum byggingum að ofan. Tveim ílöngum minniháttar verzlunarsvæðum er dreift eftir aðalæðunum, er liggja norður og suður. í þetta eru settar frekari opinberar samfélagsmiðstöðvar og verzlanir, ein fyrir hvern af 20 hlutum borgarinnar. 7. Brazilia, Lucio Costa. Allt skipulagið snýst í kringum miðöxulinn og báðir helmingarnir eru tengdir einni aðalæð. Þessi aðalæð er síð- an tengd minniháttar æðum, samsíða henni. Þær eru svo að lokum tengdar götum, sem liggja umhverfis sjálfar risablokkirnar. Skipu- lag: Tré. 8. Communitas, Percival og Paul Goodman. Communitas er greinilega skipulögð sem tré. Henni er fyrst skipt í fjóra sammiðja megin- hluta, sá innsti er verzlunarhverfi, næsti há- skólahverfi, þriðji íbúða- og sjúkrahúsahverfi og fjórði er opið landsvæði. Hverju þessara svæða er frekar skipt: Verzlunarhverfið er sem stórt hringlaga háhýsi á fjórum hæðum: Flug- völlur, opinberar byggingar, léttur iðnaður, verzlunar- og skemmtanahverfi og neðst járn- brautir, langferðabifreiðir og vélaviðgerðir. Háskólanum er skipt í átta hluta: Náttúru- sögu, dýragarða og sjódýrasafn, stjarnfræði- salur og rannsóknarstofnanir til vísinda- iðkana, fagrar listir, tónlist og leiklist. Þriðja hringnum er skipt niður í íbúðarhverfi með 4000 íbúa í hverju, ekki einbýlishús heldur sambýlishús, er innihalda einbýlis íbúðaein- ingar. Að lokum: Opna svæðinu er skipt í þrjá hluta: Skóggræðslu-, landbúnaðar- og sumar- dvalarsvæði. Allt skipulagið er tré. 9. Allra bezta dæmið hef ég geymt þangað til síðast, vegna þess hve það er táknrænt fyrir vandamálið. Það er birt í bók Hilberseimers „Náttúra borganna“. Hann lýsir því, hvernig sumar rómverskar borgir voru upphaflega hernaðarbækistöðvar og sýnir síðan mynd af nútíma herstöð eins og einhvers konar frum- myndarformi fyrir borgir. Það er ekki hægt að fá skipulag, sem er nær því að vera tré. Táknmyndin hæfir auðvitað vel, skipulag hersins var gert með það fyrir augum að skapa BIRTINGUR 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.