Birtingur - 01.12.1967, Síða 62

Birtingur - 01.12.1967, Síða 62
heraga og strangleika. Þegar borg er gefið tré- skipulag, er það nákvæmlega þetta, sem verður um hana og íbúa hennar. Neðri myndin sýn- ir eigin tillögu Hilberseimers fyrir verzlun- arsvæði í borg byggða á frumhugmyndum her- bækistöðvar. Sérhvert þessara skipulaga er tré. Einingarnar sem tilbúin borg er gerð úr, eru alltaf skipulagðar til að mynda tré. Til þess að fá skýra mynd af því hvað það merkir, skulum við útskýra tréð á ný: Þegar við höfum tré-skipulag fyrir framan okk- ur, táknar það, að innan þessa skipulags er enginn hluti neinnar einingar nokkurntíma sameiginlegur öðrum hluta annarar einingar, nema að því leyti að vera e.t.v. tengdur heilli einingu. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve afdrifarík þessi takmörkun er. Það er sambærilegt við, að meðlimir fjölskyldu gætu ekki átt vini ut- an hennar, nema öll fjölskyldan tæki þátt í vináttutengslunum. Hin einfalda bygging trés er eins og þving- andi löngun að vera snyrtilegur og heimta að kertastjakarnir á arinhillunni séu nákvæmlega beinir og nákvæmlega með jöfnu bili fyrir miðju. Hálf-netið til samanburðar er skipu- lag úr margþættu efni, það er skipulag lifandi hluta — stórkostlegra málverka og sinfónía. Það verður að leggja á það áherzlu, til þess að reglusami lesandinn hrökkvi ekki við í skelf- ingu yfir öllu, sem er ekki nákvæmlega hreint og klárt í tré-formi, að hugmyndirnar um sam- tengingu eininganna, óskýrleika, fjölbreytilegt útlit og hálf-net eru ekki óreglulegri en stranga tréð, heldur reglulegri. Þær sýna efnis- meiri, ákveðnari, skarpari og margþættari skipulagssýn. Við skulum nú líta á, hvernig náttúrlega borg- in verður hálf-net, þegar hún er óþvinguð af tilbúnum sjónarmiðum. Lifandi borg er og verður að vera hdlf-net. Sérhver eining í hverju tré, sem ég hef lýst, er föst og óbreytt eftirhreyta einhvers kerfis í lifandi borg. Hús er t.d. hlutlægar eftirstöðv- ar samskipta einstaklinga innan fjölskyldu, tilfinninga þeirra og eigna þeirra. Hraðbraut- ir eru eftirstöðvar hreyfinga og verzlunarvið- skipta. En tré inniheldur aðeins mjög fáar slíkar einingar. — þannig að í borg með tré- skipulagi geta aðeins fá kerfi þess haft hlut- læga mótparta. Þúsundir mikilvægra kerfa hafa enga hlutlæga mótparta. í verstu dæmum af trjám samsvara þær ein- ingar, er í ljós koma, ekki neinu raunverulegu lífi. Og hin raunverulegu kerfi, sem í reynd gæða borgina lífi, hafa ekki verið útbúin neinni hlutbundinni umgjörð. Hvorki Columbia-skipulagið né Stein-skipu- 60 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.