Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 66

Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 66
og konan þín farin að haltra. Guði sé lof, þarna er leigubíll. En leigubílar geta aðeins þrifizt, vegna þess að fótgangandi fólk og bifreiðir eru ekki al- gerlega aðgreind. Leigubíll, sem er laus þarf hraða umferð til að geta farið um stór svæði og verið viss um að finna farþega. Fótgang- andi menn þurfa að geta veifað í leigubíl hvar sem þeir eru á gangi og farið hvert, sem þeir vilja. Kerfið, sem inniheldur leigu- bifreiðir þarf að láta bæði hraðbrauta- kerfi og svæði gangandi fólks skerast. í Man- hattan hafa fótgangandi menn og bifreið- ar ákveðna hluta borgarinnar saman og nauð- synleg einingatengsl eru fyrir hendi(14.mynd). Önnur eftirlætis hugmynd fræðimanna í fag- inu er að einangra afþreyingarsvæði frá öll- um öðrum. Þetta sést vel í borgum okkar, þeg- ar athugaðir eru leikvellirnir. Leikvöllurinn, malbikaður og afgirtur, er ekkert annað en myndgerð viðurkenning á því, að ,,leikur“ sé einangruð hugmynd í hugum okkar. Það snertir alls ekki líf leiksins sjálfs. Fá börn með nokkra sjálfsvirðingu vilja leika sér á leikvelli. Iæikurinn sjálfur, leikurinn, sem börn leika heldur áfram einhvers staðar á hverjum degi. Einn daginn innan dyra, næsta dag við næstu benzínstöð, enn annan dag í húsi, sem er að niðurfalli komið, þá niður með ánni, síðan f húsbyggingu, sem ekki er unnið í. Sérhver þessara leikja er starfsemi og hlutirnir sem hún þarfnast mynda kerfi. Það er ekki rétt að þessi kerfi séu einangruð, slitin frá öðrum kerfum í borginni. Mismunandi kerfi sker- ast og skera einnig önnur kerfi. Einingarnar, staðirnir, sem eru viðurkenndir sem leiksvæði, verða að gera slíkt hið sama. í náttúruborginni er það þetta sem gerist. Leikir eiga sér stað á þúsund stöðum — þeir fylla millibiliðtilfullorðinsáranna. Þegarbörn leika sér verða þau mettuð af umhverfi sínu. Hvernig getur barn orðið mettað af umhverfi sínu á afgirtu svæði? Það getur það ekki. í hálf-neti getur Jrað það; í tré getur það Jíað ekki. Samskonar mistök koma fyrir í trjám eins og Communitas Goodmans og Mesa City Soleris, er einangra háskólann frá hinum hluta borgar- innar. Og annað dæmi felst í venjulegu formi amerískra háskólasvæða, sem eru einangruð. Hvaða ástæðu hafa menn til þess að draga línu innan borgarinnar, þannig að allt innan hennar sé háskóli en allt utan hennar ekki? Er það í samræmi við háskólalífið? Það er vissulega ekki þesskonar skipulag sem er fyrir hendi í ó-tilbúnum háskólaborgum. Tökum til dæmis háskólann í Cambridge. Á sérstökum stöðum er Trinity-stræti nærri óþekkjanlegt frá Trinity College. Einn stað- 64 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.