Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 72
flækju munstursins, einfölduðu það með því
að láta línur ekki skerast. 18. mynd sýnir tvær
nokkuð dæmigerðar útgáfur teikninga af
munstrinu fyrir ofan. í teikingunni hafa hring-
irnir verið aðskildir frá hinum hlutanum,
þríhyrningarnir og hringarnir skerast ekki
lengur.
Þessar tilraunir gefa ákveðið til kynna, að
komi fólk í námunda við flókið fyrirkomu-
lag, hefur það innra með sér tilhneigingu
til að endurskipuleggja það í huga sér sem
einingar, er ekki skerast. í stað flækju hálf-
netsins er sett tré-form, sem er einfaldara og
fólk skilur betur.
Þið eruð líklega farin að velta því fyrir ykk-
ur, hvernig borg líti út, ef hún er hálf-net,
en ekki tré. Ég verð að játa, að ég get ekki
sýnt ykkur skipulag eða skissur. Það er ekki
nóg að láta einingar skerast, þær verða að
skerast rétt. Þetta hefur tvöfalt gildi, vegna
þess, að það er svo freistandi að gera skipu-
lag, þar sem einingar skerast af sjálum sér.
Það er það, sem kemur fyrir í þéttbýlisskipu-
lagi síðari ára, sem eru „full af lífi“. En skurð-
ir eininga út af fyrir sig er ekki skipulag. Það
getur líka verið ringulreið. Ruslatunna er
full af einingum sem skerast. Til að fá gott
skipulag verður að leitast við að flétta rétt
og það er okkur allt annað en sambærilegar
fléttur í sögulegum borgum. Eins og samband
BIRTINGUR