Birtingur - 01.12.1967, Page 73
ýmissar starfsemi breytist þurfa kerfin, sem
verða að skerast til að fá þetta samband, líka
að breytast. Endurtilbúningur gamalla ein-
ingaskurða er óhentugur og ruglingslegur í
stað þess að vera skipulag.
Vinna við að reyna að skilja hvaða eininga-
tengsla nútímaborg þarfnast og að finna þeim
fast form, er enn í fullum gangi. Unz henni
er lokið er ekki ástæða til að sýna einfaldar
skissur af skipulagi, sem ekki hefur verið
hugsað til hlítar.
Samt sem áður get ég e.t.v. gert afleiðingar
tengslanna skiljanlegri með skýringarmynd-
um. 19. mynd er af málverki eftir Simon
Nicholson. Töfrar myndarinnar felast í því
að hún er gerð úr fremur einföldum þríhyrn-
ingum, sem sameinast þó á marga mismun-
andi vegu og mynda stærri einingar myndar-
innar. Ef við gerum nákvæma skrá yfir skynj-
anlegu einingar myndarinnar, finnum við að
liver þríhyrningur fellur inn í fjóra eða fimm
mismunandi hópa, enginn þeirra er innifal-
inn í öðrum en þó skerast allir í sama þrí-
hyrningnum. Ef við númerum þríhyrningana
og veljum úr þá hópa, er birtast sem ákveðnar
sjáanlegar einingar, fáum við hálf-netið, sem
sýnt er í 20. skýringarmynd.
Þrjú og 5 mynda einingu vegna þess að þeir
vinna saman sem ferhyrningur; 2 og 4 vegna
þess að þeir mynda samsíðung; 5 og 6 vegna
þess að báðir eru dökkir og benda í sömu
átt; 6 og 7 vegna þess að annar er endurtekn-
ing hins; 4 og 7 vegna þess að þeir eru tví-
hverfir; 4 og 6 mynda annan ferhyrning; 4 og
5 vegna þess að þeir mynda einskonar Z; 2
og 3 mynda eitthvað þynnri Z; 1 og 7 eru í
andstæðum hornum; 1 og 2 eru enn einn
ferhyrningur; 3 og 4 benda í sömu átt, einn-
ig 5 og 6; 3 og 6 vegna þess að þeir inniloka
4 og 5; 1 og 5 vegna þess að þeir inniloka
2, 3 og 4. Ég hef aðeins talið upp einingar
hverra tveggja þríhyrninga. Stærri einingarnar
eru enn flóknari. Hvíti hluti myndarinnar er
svo mun flóknari og er ekki talinn með vegna
þess hve erfitt er að vera viss um frumhluta
hans.
Málverkið er ekki mikilvægt vegna þess að
það hefur einingaskurði (það hafa mörg mál-
verk), heldur vegna þess að það hefur ekkert
nema einingaskurði. Það er aðeins vissan um
skurðina og þar af leiðandi fjölbreytileiki,
er gerir myndina töfrandi. Það er eins og lista-
maðurinn hafi gert ákveðna tilraun til að taka
fyrir einingaskurði sem mikilvægar uppistöð-
ur myndbyggingar.
Allar tilbúnu borgirnar, sem ég hef lýst, hafa
tré-skipulag fremur en hálfnets-skipulag það,
er málverk Nicholsons hefur. Þó er það mál-
verkið og aðrar myndir eins og það, sem verð-
ur að vera grundvöllur hugsana okkar. Og ef
BIRTINGUR
71