Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 74

Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 74
við viljum vera nákvæm, er hálf-netið, sem er hluti af stórri grein nútímastærðfræði, góð leið til að rannsaka samsetningu þessara mynda. Það er hálf-netið, sem við verðum að leita að, ekki tréð. Þegar við hugsum með tré fyrir augum erum við að skipta á mannlegum og fjölbreytileg- um þáttum hinnar lifandi borgar fyrir ein- falda hugsun, er einungis kemur skipuleggj- endum og borgarstjórnum í hag. í hvert skipti, sem borgarhluti er rifinn í burtu og tré kemur í stað hálf-nets, tekur borgin eitt skref enn í átt til upplausnar. í sérhverjum skipulögðum hlut er öfgafull skipting og aðgreining innri hluta fyrsta merki um verðandi eyðileggingu. í þjóðfélagi eru sundurslit tengsla sama og stjórnleysi. í mann- eskju tákna slík tengslaslit geðklofnun og yfir- vofandi sjálfsmorð. Óheillavænlegt dæmi tengslaslita í borgum er aðskilnaður fólks á eftirlaunum frá öðrum þáttum borgarlífsins, vegna tilkomu eyðimerkurborga fyrir eldra fólk, eins og Sun City í Arizona. Þessi aðskiln- aður getur aðeins gerzt með tré-hugsunarhætti. Það tekur ekki aðeins frá yngra fólki félags- skap þeirra, er hafa lifað lengi, heldur það sem verra er: það veldur sömu upplausn í lífi hvers einstaklings. Þegar þú ferð sjálfur til Sun City og þá um leið innf ellina, muntu ekki ná neinu sambandi við fortíð þína, hún er týnd, brost- in. Æska þín mun ekki verða lifandi fyrir þér í elli þinni — hún verður aðskilin frá þér og líf þitt brotið í tvennt. Tréð er auðveldasta tækið til flókinnar hugs- unar fyrir huga mannsins. En borgin er ekki getur ekki og má ekki vera tré. Borgin er hirzla fyrir lífið. Ef hirzlan slítur í sundur tengsl lífsstrandanna inni í sér, vegna þess að hún er tré, mun hún verða eins og skál full af rakblöðum upp á rönd, sem eru tilbúin að skera allt, sem sett er í hana. í slíkri hirzlu mun lífið vera skorið í tætlur. Ef við gerum borgir, sem eru tré, munu þær skera líf okkar í tætlur. Einar Ásgeir Þorsteinsson þýddi. 72 BIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.