Húsfreyjan - 01.12.1951, Page 9

Húsfreyjan - 01.12.1951, Page 9
VIÐ ÆTLUM AÐ REISA BYGGÐIR OG BÚ Trausti tók prestvígslu um voriS. Litlu síóar kvongaSist liann Björgu og þau fóru í sveitina til séra Jóns á Stað. Trausti tók til starfa, sem aðstoðarprestur og ráðs- maður á búinu. Ungu hjónin fengu tvö herbergi til umráða og litla skonsu, þar sem liægt var að hita kaffisopa á olíuvél, ef þess þurfti með, og geyma m. a. eld- kúsbúslóð þeirra, sem að svo stöddu yrði ekki tekin til notkunar. Fröken Þuríð- o r, elzta dótlir séra Jóns, stóð fyrir búi föður síns og Björg ætlaði að vera lienni til aðstoðar fyrst um sinn og læra jafn- framt allt það, sem góð prestkona í sveit þarf að kunna skil á. Þekking Bjargar á sveitalífi var, að öllu samanlögðu, nokkrar vikur í sumar- leyfi á sveitaheimili. Það er tæplega hægt að segja, að það geti gefið nokkurra reynslu né fullnægjandi mynd af lífi og starfi sveitafólksins. Heimilið á Stað var gamalt myndar- heimili, og þó að nú væri ólíku saman jafna um fólksfjölda, frá því sem áður var, var ennþá, eins og alltaf á prests- setrum, mikið um að vera og mikið um gesti og gangandi. Björg hafði lofað að senda „stelpun- um“ bréf úr sveitinni. Þær höfðu bund- 12t fastmælum, að láta ekki kunnings- skapinn fara út í veður og vind, en reyna, J'ó að ekki væri nema einu sinni á ári, að senda frásögn urn daglegt líf og lífs- viðliorf sitt, og í sínu umliverfi. I sumar hafði hún aðeins skrifað stutta kveðju a kort til þeirra allra, en nú kom langt hréf. Hún sagðist enn ekki vera útlærð sveitakona, en una hag sínum hið bezta og hafa mikinn áliuga fyrir því hvað liægt væri að gera til þess að skapa nýja menningu í sveitinni, ásamt endurreisn hins lieilbrigða og góða sveitalífs. Hún hafði eignast vinstúlku, sem hún var mjög hrifin af, langa bréfið var mest- megnis um liana og tflvonandi bónda hennar. Sagði liún, að með því að segja frá Guðrúnu í Hlíð og Sigurði á Hóli, fengist sönn lýsing á lífi, viðliorfi og fram- tíðardranmum unga fólksins, sem ætti skilið að erfa landið. Ritstj. H. Á. S.: Frásögn Bjargar: Heimasætan í Hlíð og sonur bóndans á Hóli höfðu verið vinir frá því þau voru börn og hittust í fyrsta skipti við rnessu að Stað. Þá var bjartur vordagur og átti að ferma bömin í sveitinni. Fólk fjölmennti til kirkju þennan dag og eftir messu hópuðust börnin lieima á hlaðinu á Stað og fóm í leiki, meðan fullorðna fólkið þyrptist inn í bæinn og þáði góðgerðir. Það var ekki hægt að sinna öllum í einu, svo börnin urðu að bíða. Þau undu sér vel úti í góðviðrinu og vildu nota tímann og fara í leiki. Sonur prestsins stakk upp á að fara í fugla- leik, þá gætu allir krakkamir verið með. Guðrún litla í Hlíð og Sigurður á Hóli voru með þeiin minnstu í Iiópnum, þau gengii fyrst úr leik og settust saman á þúfu og fóm að spjalla um sín áliuga- mál. Hvað mörg lömb þau hefðu eign- HÚSFREYJAN 9

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.