Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 3

Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 3
ifusfreyjjan Reykjavík, des. 1954 Útgefandi: Kvenfélagasamband íslands 5. órgangur, 4. tölublað Enn einu sinni eru að koma jól. Hátíð friðar og kærleika, ljósa og nýrrar von- ar. Þetta hafa jólin verið þreyttu mann- kyni frá upphafi, og enda þótt áhrif þeirra hafi oft fjarað fljótt út í önnum og argi hversdagsleikans, þá verða hin árlegu, mildandi áhrif þeirra á mennina og sam- búð þeirra hvem við annan, aldrei mæld eða vegin. Enginn getur um það sagt, hvernig um væri að litast í heiminum og mannssálunum, ef aldrei hefðu nein jól verið haldin. En hver er þá kjarni þess boðskapar, sem jólahátíðin er umgerðin um? Sá kjarni, sem um leið hlýtur að vera aðal- þungamiðja sjálfrar hinnar kristnu trúar, og er mannkyninu að minnsta kosti jafn þýðingarmikill og þegar hann var fyrst fluttur. „Friður á jörðu“, hljómaði i næturhúminu hina fyrstu jólanótt. Frið- ur á jörðu, byggður á kærleika guðs til mannanna og á endurspeglun þess kær- leika í samlífi mannanna sín á milli. Fyr- ir þann kærleiksboðskap lifði hann, sem fæddist á jólunum og jólin eru helguð, og fyrir hann dó hann. Og regluna um það, hvernig hugsjónin eigi að framkvæm- ast fengum við í þessum orðum hans: „Það, sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera“. I síðustu bók þýzka rithöfundarins Erich María Remarque segir hann frá ungum, þýzkum hermanni, sem fékk hálfs- mánaðar heimferðarleyfi frá rússnesku herstöðvimum á þeim tíma, sem hið þýzka undanhald var að byrja fyrir alvöru. 1 tvö ár hefur þessi ungi hermaður ekki komið heim,hann heldur,að allt sé óbreytt í fæðingarborg hans, foreldrar hans glöð og heilbrigð, æskuheimilið umvafið friði og sælu. En hann kemur að rústum, hann getur aðeins reiknað út, hvar hús for- eldra hans muni hafa staðið, sjálf eru þau týnd eða grafin undir rústum hrun- inna bygginga. Ungi maðurinn kemur frá vígstöðvunum. I f jögur ár hefur þjóð hans verið að leggja í rúst lönd, eignir og líf annarra þjóða. Hann hefur tekið þátt í

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.