Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 6

Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 6
Alltaf þarf „fóstra“ að taka þátt í merkisatburðum í lífi þeirra, eftir að þær eru fluttar að heiman. Fóstra þarf að sjá unnustann, eiginmanninn, heimili þeirra og bömin, því að hún tók þátt í gleði þeirra og sorg á meðan þær dvöldu hjá henni. Það var í byrjun september, að ég heim- sótti Nönnu Rasmussen fóstru eða „pleje- mor“ eins og telpurnar kölluðu hana, við eitt heimilið að Jægerspris. Þekktumst við Nanna Rasmussen frá Rvík, því að hún dvaldi hér á landi fyrir alllöngu síðan. 1 heimili hjá henni voru 12 telpur í þetta sinn, sú yngsta 4 ára en sú elsta 15 ára. Sér til aðstoðar hefur hver fósrta eina fullorðna stúlku, en telpurnar hafa allar sitt ákveðna starf við sitt hæfi og það sem þær geta annað, meðfram skólagöngu sinni. Þegar kom inn í hallargarðinn hitti ég telpu á hjóli og spurði hana til vegar að þessu ákveðna heimili. Þarna eru marg- ar byggingar og margar deildir í hverri byggingu. Telpan sagðist geta vísað mér á það, því að þar ætti hún heima. Þetta var seinni hluta dags á laugardegi og veður ágætt. Telpurnar voru úti að leika sér, en komu smátt og smátt inn til að heilsa íslenzka gestinum. Inni í rúmgóðri og vistlegri dagstof- unni var, auk annarra húsgagna, hljóðfæri og bókaskápur fullur af bókum, barna og unglingabókum vel með förnum, en aug- sýnilega mikið lesnum. Inn af dagstof- unni var stofa fóstrunnar, þar voru henn- ar húsgögn og persónulegu munir og myndir. „En telpurnar mínar eiga hana með mér“, sagði fóstran, „því að þetta er heimilið okkar allra“. Uppi á lofti eru svefnherbergi og svefn- salur. Eldri telpurnar búa 2 og 3 saman í herbergi, því miður var sagt, því áríð- andi er að einkum elztu telpurnar hafi sér- herbergi, eitthvað, sem þær einar eiga og bera ábyrgð á. I svefnsal sofa einar 6 telpur og er herbergi fóstrunnar þar við hliðina á og dyr á milli. Sjaldan mun sú hurð vera læst. Það var kominn háttatími yngstu telpn- anna og komu þær inn til okkar og buðu góða nótt. Eitthvað virtist mér sú yngsta vera hnuggin, fjögurra ára gömul, ljós- hærð og bláeyg. Elstu telpurnar hjálpuðu yngri telpunum við að hátta. En ekki leið á löngu áður en tvær þeirra komu niður aftur og inn til okkar. Hafði sú fjögurra ára ekki viljað láta neinn annan hátta sig en hana fóstru og þar við sat, svo fóstra bað þá eldri telpuna að sækja náttfötin hennar. Síðan háttaði hún upp- áhaldið sitt og færði hana í náttfötin. Bað hún mig að afsaka þetta, en hún væri alltaf vön að hátta yngstu telpuna sjálf, en í þetta sinn hafði hún ætlað að komast hjá því, því að við hefðum nóg að tala um, en tíminn naumur til þess. Svo fóru þær upp á loft og innan lítillar stund- ar kom fóstran niður aftur, eftir að hafa beðið bænimar með litlu stúlkunni sinni- Svona atvik þekkja allar mæður, að yngsta barninu, sem ósjálfrátt er í mestu uppáhaldi, einmitt af því, hve mikla hjálp það þarf, finnst enginn geta eitt og ann- að, nema hún mamma og þó alveg sér- staklega, þegar gestir eru hjá henni. Þetta litla atvik set ég hérna, vegna þess, hve mjög það er líkt því, sem kemur fyrir á reglulegu heimili, en barnaheim- ilin þurfa að líkjast þeim sem mest, ef vel á að vera. Morguninn eftir borðaði ég morgunmat með öllum hópnum. Auðvitað voru allar telpurnar hæverskar og prúðar, en ófeimn- ar að biðja um það, sem þær vantaði í hvert sinn. Borðstofan var við hliðina á dagstof- unni og var gengið líka fram í eldhús úr borðstofunni. Eftir morgunmat var farið inn í dag- 6 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.