Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 23

Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 23
I sejir: 39 L perluprjón, 2 sl. . (í mótum baks og ermis), 48 1. perlurpj., 2 sl., 60 1. perluprj., 2 sl„ 48 1. perluprj.., 2 sl„ 39 1. perluprj. Á þenn- an hátt er prj. áfram, þó þannig, a5 annanhvern prjón eru prj. saman 2 1. sitt hvoru megin viÖ sl. 1. 2 (alls 8 1. í hvert sinn), þar til 72 1. eru eftir á prjóninum. Þá eru prj. 2 prj. sl. (rang- hverfumegin) og lokað sl. Frágangur. Pressið peysuna varlega á rang- hverfunni og saumið hana saman. Saumið kross- saumsbekkina með mislitu ullargarni eins og myndin sýnir. Búið til hneslur og festið á tölur að aftan. Handa stóru systur: Lítil röndótt hyrna við peysu eða kjól. Efni: Ullarafgangur og angóragarn í litum, er fara vel saman. Prjónar nr. 2(4 eða 3. Heklunál. Fitjið upp 120 eða 100 1. með ullargarninu, og prj. sl. Prj. saman 2 1. við lok hvers brugðins prj. Þegar búið er að prj. 6 prj„ eru prj. aðrir sex úr angóragarninu, og þannig til skiptis úr ull og angóra, þar til ekki eru fleiri 1. á prj. Pressið hyrnuna varlega á ranghverfunni, og heklið röð af föstum 1. allt í kring um hana. Röndótt hyrna við peysu. Handa mömmu: Jóladregill. Fallegur jóladregill er til mikillar prýði á jólamatborðinu eða á stofuborði og því tilvalin jólagjöf handa hverri þeirri hús- móður, er lætur sér annt um að fegra heimili sitt. Jóladregill. Dregill sá, sem hér er sýndur, er úr réttþráða efni, t. d. hörlérefti eða etamíni. Séu 10 þrœðir á hvern cm, verður dregillinn um það bil 38 X 75 cm að stærð. Saumað er í dregilinn með krossspori yfir 2 þræði og notað til þess útsaums- garn eða áróragarn í tveimur grænum, tveimur brúnum, rauðum og gulum litum. í afld eru áætlaðir 3(4—4 cm. Bezt er að byrja að sauma stóra jólatréð öðrum megin og telja síðan munstrið út frá því, HÚSF.REYJAN 23

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.