Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 14

Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 14
móti hver kona, sem gat orðið sér úti um bandhespu. Það vantaði aðeins einn þátt í ullarvöruframleiðsluna, en að vísu mjög veigamikinn þátt, — þ. e. að fá ull- ina kembda og spunna. ,,En hvað það er annars ánægjulegt að sitja hér og horfa á, hvernig þér, svona háöldruð kona, leysið þennan vanda fyrir okkur“, sagði frúin. „Það eru svo fáar konur nú orðið, sem kunna að spinna, — sárafáar að minnsta kosti, sem gera það eins vel og þér!“ Og allt í einu greip hún hönd Margrétar. „Já, mér finnst svo fjarska vinalegt hérna vesturfrá! Það er annars einkennilegt, að við skulum eiga heima í sömu sveit og þekkjast þó alls ekki nema af orðspori“. Margrét leit á gest sinn. Svo var að sjá, sem frúin ætti fleira vantalað við hana, en það varð þó ekki fleira. Hún virtist allt í einu eiga svo erfitt með að koma orðum að því, sem hún vildi sagt hafa, — röddin varð óstyrk og henni vafð- ist tunga um tönn. Skömmu síðar kvaddi hún og fór. Margrét gamla dró andann léttara. Frú- in í Engidal hafði, þegar allt kom til alls, veigrað sér við að minnast á Lísu og Pétur, þó að það hefði verið komið fram á varir hennar. Margrét hafði lofað að ljúka spunan- um fyrir jól og það skyldi takast, ef hún sæti við. Hún þeytti rokkinn í ákafa og oft raulaði hún sér til hugarhægðar. Þeg- ar sonur hennar og tengdadóttir heyrðu það, litu þau oft undrandi hvort á ann- að og brostu við. — Það var stórkostleg breyting, sem starfið eitt hafði hér til leið- ar komið. Þau höfðu sýnilega farið alveg öfugt að, þegar þau léttu af henni öll- um störfum — já, bönnuðu henni hartnær að vinna handarvik — allt af einskærri umhyggju fyrir henni sjálfri! Síðasta sunnudag fyrir jól ók Jón móð- ur sinni til kirkju. Þau höfðu meðferðis tvo poka af bandi til frúarinnar í Engi- dal. Það hafði talazt svo til með þeim, að hún kæmi sjálf með bandið og vitj- aði vinnulaunanna, og hún áleit vel henta að gera það eftir messuna, því að fólkið í Engidal kom oftast til kirkju á hverj- um sunnudegi. Og það var líka við kirkju þennan dag, en Margrét gamla náði ekki tali af frúnni fyrr en eftir messu — og þá var þetta allt eintómur misskilningur, hún hafði átt að afhenda bandið heima í Engidal. Frúin var ströng á svip, meðan hún skýrði þetta fyrir Margréti, en iðraðist strax hörku sinnar, þegar hún sá ang- istarsvipinn á andliti gömlu konunnar. Og allt í einu veik hún henni lítið eitt afsíðis, tók um hendur hennar og laut niður að henni og sagði lágt: ,,Jú, gerðu það fyrir mig að koma þangað, því að við þurfum að ræða annað mál, — mál, sem við hjónin álitum í eigingirni okk- ar forðum, að hægt væri að þagga niður og gleyma, en er óútkljáð enn í dag. Maðurinn ímyndar sér oft, að hann sé sjálfum sér nógur — það álitum við í Engidal einnig. En þetta smáatvik, að við skyldum þurfa að leita til þín, gam- allar konu á afskekktum bæ, opnaði augu okkar fyfir þeim sannindum, að menn- irnir geta ekki hver án annars verið, heldur heyra hver öðrum til. Við þurf- um að ræðast við í einlægni um þá at- burði, sem gerðust í sambandi við börn- in okkar endur fyrir löngu. Það hefur legið eins og farg á okkur öll þessi ár og eflaust hefur þér ekki orðið það létt- bært heldur“. Margrét gamla stóð um stund og vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. En allt í einu færðist líf í hana, hún rétti úr þreyttu bakinu og augu hennar Ijómuðu. „Já, þá kem ég seinna í dag, ef ég má“, sagði hún. „Það er gott að fá að tala um liðna daga“. Hún var næstum hnakkakerrt, þeg- 14 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.