Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 15

Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 15
3AKOBINA JOHNSON: Á JÓLAKORT 1952 Frá liftnum árum leggur bjarma þó lokast hafi dyr. Því hugur minnist horfnra vina, og hjarta'ö ann sem fyrr. Sem tákn um forna tryggö í geöi skal tendraö Ijós og hafin jólagleöi! Og eins, er heilsar áriö nýtt, skal auða sœtiS blómum prýtt, skal auöa sœtiö blómum prýtt! ar hún kvaddi frúna. Þegar vagninn frá Engidal var í þann veginn að renna af stað, hallaði frúin sér áfram og sagði: ,,Ég læt Níels sækja þig kl. 3“. Og áður en Margréti vannst tími til að malda í móinn, var hún farin. Það var keik og sköruleg gömul kona, sem síðla þennan sama dag steig út úr vagninum og gekk upp breiðu tröppurn- ar að aðaldyrunum í Engidal, og hún var frjálsmannleg og örugg í fasi, meðan hún skoðaði sig um í þessu ókunna húsi, þar sem hvarvetna gat að líta glitofnar ábreiður, fögur málverk og fyrirferða- mikil húsgögn. Hún setti hiklaust og einarðlega upp vinnulaunin — nlveg eins og Kristinn mundi hafa gert — og hún var hljóð og róleg, þegar frúin rétti henni stillilega höndina og bað hana fyrirgefningar á þeim stóryrðum, er þau hjónin höfðu látið sér um munn fara fyrir mörgum árum, yfirkomin af augnabliks geðshrær- ingu. En í augum Margrétar gömlu speglaðist mildi þess, sem margt hefur reynt, og sá mannkærleikur, sem ávallt er fús að fyrirgefa. Margrét fann það sjálf, að mikil breyt- ing hafði orðið á henni. Sú breyting hafði byrjað daginn, sem gamli rokkurinn var sóttur upp á skemmuloft og hún settist við að spinna. Upp frá því fann hún bet- ur og betur, að hún var ekki síður lið- tæk en ýmsir aðrir, og sú tilfinning vakti hjá henni nýjan þrótt. Hún rétti ósjálfrátt úr bognu bakiriu og í augum hennar brann aftur glóð. Nú bjó hún yfir því þreki, sem þess var umkomið að gera henni lífið bærilegt, þótt Kristins nyti ekki leng- ur við. Og þegar gamla konan gekk til hvildar þetta kvöld, spennti hún greip- ar og þakkaði guði af auðmýkt og hjart- ans lítillæti fyrir liðinn dag. Þungum steini var létt af hjarta hennar. Hún hafði öðl- azt sálarfrið og gat því notið jólanna í hópi barna og bamabarna — þó að jóla- gjafirnar yrðu með minna móti. Og blessuð jólin, sem bömin sungu um, entust alveg til páska — já, þau ent- ust á vissan hátt ennþá lengur, því að hún fann, að sá innri friður og gleði, sem þau færðu henni, mundi endast ævina út. Já, bara að Kristinn hefði fengið að lifa þetta! Nú átti hún ánægjulega ellidaga framundan, þar sem hún sat í horninu sínu, sátt við guð og menn, og mátti þakka það því, að gamli rokkurinn var dreginn fram í dagsljósið og hafinn til vegs og virðingar á ný. S. A. þýddi úr dönsku. HÚSFREYJAN 15

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.