Húsfreyjan - 01.12.1954, Qupperneq 29
09
Mynd 4.
einnig til að hengja á jólatréð. Hann er búinn
til úr stinnum pappír eða þunnum pappa, helzt
mislitum. Bezt er að taka sniðið (mynd 4) upp á
gagnsæjan pappír og teikna það síðan yfir á
þykka pappírinn með því að nota litbréf (kalki-
pappir). Sé notað hvítt bréf, er engillinn litaður,
t. d. með vatnslitum, áður en hann er settur
saman. Beygið kjólinn og festið honum að aftan
með tvöföldum bréfklemmum gegnum raufirnar
A og B. Vængirnir eru festir á með sömu klemmu
og fer í gegnum A. Handleggjunum er stungið
í gegn um rifurnar á kjólnum, þeir beygðir lítið
eitt fram á við og hendurnar límdar á. Höfuðið
er búið til úr hvítri léreftspjötlu. Er látin í hana
hæfilega stór bómullarhnoðri og bundið fyrir
að neðan, eins og myndin sýnir. Augu, nef og
munnur eru teiknuð á með vatnslitum og höfuðið
saumað við búkinn með fáeinum sporum. Að
síðustu er geislabaugurinn látinn á.
Borð- og veggskraut. Gaman er að hafa jóla-
skreytingar víðar en á jólatrénu og matborð-
inu. Með litlum tilkostnaði er hægt að búa til
ýmiskonar smekklegt skraut, er nota má í dag-
stofu, forstofu og barnaherbergi. Mynd 5 sýnir
tvenns konar skraut af þessu tagi. Annars vegar
er borðskraut, sem auðvelt er að búa til með
því að stinga kertum ásamt grenigreinum, smá-
hríslum, lyngi, könglum eða öðru þvilíku í leir-
hnoð, sem látið hefur verið á hæfilega stórt,
grunnt ílát, t. d. pappadisk. Hins vegar er ein-
föld veggmynd, sem búin er til á þann hátt, að
einstakir hlutar hennar eru klipptir út úr mis-
litum pappír og límdir á t. d. gylltan pappír.
Ætti ekki að vera mjög erfitt að stæla mynd
HtJSFREYJAN 29