Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 10

Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 10
my iinii Það var ekki alltaf eins notalegt og flestir vildu vera láta „að vera komin í krókinn“. Svo fannst Margréti gömlu að minnsta kosti, þó að ýmsir hefðu orð á því, að nú nyti hún ellidaganna, laus við allar áhyggjur og erfiði og ætti það líka fyllilega skilið, því að ekki hafði hún far- ið varhluta af vinnu um dagana. Auðvitað var þetta hverju orði sannara. En var hún nokkru bættari að losna við allt stritið, þegar það leiddi til þess, að hún sat auð- um höndum og fann sárt til þess að geta engum orðið að liði? Því að sú varð raunin á, þótt enginn renndi grun í það. Að vísu gat Margrét gamla dundað við að prjóna og sauma ýmsar flíkur á bamabörnin fyrir jól og afmælisdaga, og einstaka sinnum laumaðist hún með göt- ótta sokka af Jóni, syni sínum, inn til sín og stagaði í þá, svo að lítið bar á. En hvað var það á móti því að mjólka kýr, fóðra svín og kálfa og hirða hænsni — já, að sjá blessaðar skepnurnar dafna dag frá degi og finna líf og yndi allt í kringum sig? Og svo var annað. Hún átti erfitt með að átta sig á ýmsum þeim nýjungum, sem haldið höfðu innreið sína með breyttum tímum. Hún botnaði eiginlega hvorki upp né niður í þeirri matargerð, sem nú var farin að tíðkast né heldur fatnaði yngra fólksins, — og öll þau framandi nöfn, sem unga fólkið notaði um matvæli og ígangsklæðnað, gerðu henni enn erfiðara fyrir. Já, Margréti gömlu fannst sér alls stað- ar ofaukið, en því fór fjarri, að starfs- þrek hennar væri þrotið, þó að hún hefði nú því nær áttatíu ár á herðum. Áður fyrr, þegar hún var svo störfum hlaðin, að hún varð oft að leggja nótt við dag, hafði hún hugsað með tilhlökk- un til elliáranna, hún hafði litið það ævi- skeið sömu augum og nágrannar hennar gerðu nú. En þá hafði hún líka vonast eftir að njóta ævikvöldsins ásamt Kristni, manninum sínum. Og hefði hann fengið að lifa, hefði ævin hennar líka eflaust verið önnur nú. Ekki svo að skilja, að það færi ekki vel um hana, og allir voru henni góðir —^ en samt virtist hún vera að veslast upp og 'verða að skari. Hún gat engum trúað fyrir raunum sínum og enginn mátti komast á snoðir um, hvernig henni var innanbrjósts, því að þá yrði hún sökuð um vanþakklæti. Nú bar svo við einn sunnudag, þegar Margrét fór til kirkju, að María sauma- kona vísaði húsfreyjunni í Austurey á hana. María fór um sveitina og saumaði fyrir fólk og var því öllum kunnug. Margrét hafði gengið út að gröf manns- ins síns sáluga, en þegar hún kom aftur að kirkjutröppunum, stóðu þær þar og biðu hennar. Margrét kannaðist vel við Katrínu í Austurey, en hún hafði aldrei hitt hana að máli fyrr. Það lagði sjaldan leið sína vestur í bakkakotin, þar sem Kristinn og Margrét höfðu búið, fólkið af stórbýlunum austur í hreppnum! Og þó var Kristinn svo viðmótsþýður og lip- ur í umgengni. Hún hafði sjálf alltaf ver- ið seinteknari. Já, hún hafði sannarlega 10 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.