Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 20

Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 20
JÓLAMAT5EÐILLINN Aðfangadagskvöld: Steiktar rjúpur með brúnuðum kartöflum, rauðkáli eða öðru grænmeti. Jólagrautur með rjómablandi og möndlu. Jóladagur: Aspargessúpa. Heitt hangikjöt, hrærðar kartöflur. Grænar baunir í jafningi. Laufabrauð og smjör. Rjómarönd með hrærðum bláberjum, niður- soðnum ávöxtum eða karamellusósu. Annar jóladagur: Brauðkollur með afgangi af rjúpum i sósu. Kalt hangikjöt, kartöflur í jafningi. Laufabrauð og smjör. Ávaxtagrautur með rjómablandi. Gamlárskvöld: Hryggjarsteik, brúnaðar kartöflur, grænar baunir. Niðursoðinn rabarbari eða saftbúðingur með kremsósu. Nýársdagur: Kótelettur eða niðursoðið buff. Soðnar kartöflur og grænmeti. Epli, bananar og vínber, eða kaffi og pönnukökur. Við samningu þessa matseðils hef ég reynt að sjá um, að húsmóðirin fái tóm til að njóta jólagleðinnar með börnun- um og öðrum fjölskyldumeðlimum, en þurfi ekki að vera önnum kafin við mat- argerð alla helgidagana. Verkum mætti haga þannig: Bakið laufabrauð og brauð- kollur nokkrum dögum fyrir jól og geym- ið i þéttum ílátum. Sjóðið hangikjötið á Þorláksmessu að gömlum sið og hitið síð- an upp á jóladaginn það, sem hæfilegt er í þá máltíð. Búið rjómaröndina og ávaxtagrautinn til á aðfangadag og geym- ið síðan á köldum stað. Eigi að hafa kara- mellusósu út á rjómaröndina, er gott að búa karamellulöginn til á aðfangadag. Sjóðið tvöfaldan skammt af kartöflum á jóladag og geymið helminginn til að nota í jafninginn á annan jóladag. LAUFABRAUÐ Það er gamall siður að gera laufabrauð til jólanna, og enn halda margar íslenzkar hús- mæður fast við þá venju. Nú er algengt að búa laufabrauðið til úr hveiti, en áður var það búið til úr sálduðu rúgmjöli. Laufabrauð úr rúgmjöli hefur allt annað bragð og áferð en hveitilaufa- brauð og þeim, sem venjast hinu fyrrnefnda, finnst hitt ekki bera heitið laufabrauð með réttu. Rúgmjölið þarf að sálda á fínu sáldi, svo að það verði mjúkt viðkomu líkt og hveiti, en nokkru dekkra. Grófa mjölið, sem sáldast frá, má nota í flatbrauð síðar. 1 kg. sáldað rúgmjöl 6 dl. mjólk 1 tsk. salt tólg Saltinu blandað saman við mjölið og vætt í með sjóðandi mjólkinni. Deigið hnoðað hart. Flatt út í mjög þunnar kökur, sem skornar eru út með laufaskurði og síðan steiktar gulbrúnar í mjög heitri feiti. Laufabrauð getur geymzt vikum saman á vel þurrum stað. BRAUÐKOLLUR 200 g. hveiti 200 g. smjörlíki 3—4 msk. vatn Sáldið hveitið á bökunarborðið. Leggið smjör- líkið ofan á og saxið það saman við hveitið með borðhníf, þar til þeð er jafnt. Vætið í með vatn- Frh, á bls. 25. Brauðkollur. 20 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.