Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 34

Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 34
kvennamóts sem þessa hér á landi svo kunnugt sé. Er vonandi, að nýjung þessari verði vel tekið um land allt. Er eigi vatamál, að mót þetta, eins og það er fyrirhugað, getur hatt mikilvœga þýð- ingu fyrir félagsskapinn í heild, auk þess sem hvert einstakt félag kynnist á þennan hátt nán- ar þýðingu samstarfsins fyrir landið allt. Fram til þessa hafa hin einstöku félög fundið of lítið til þess, að þau væru hluti af hinni stóru heild, Kvenfélagasambandi íslands. Fjarlægðirnar hafa verið of miklar, verkefnin of fábreytt og snert- ingin við aðalstöðvarnar, stjórn og skrifstofu K. í., því nær engin. Þetta afmælismót ætti að geta borið ríkulegan árangur, ekki sízt í því að styrkja félagsanda og systurhug milli félaganna. Vill ,,Húsfreyjan“ benda félögunum á, að jafn- vel þó að þau leggi á sig einhverjar fjárhags- legar byrðar til þess að styrkja formenn sína til að sækja mót þetta, þá verður því fé ekki á glæ kastað. Verðmæti sem ekki verða i tölum talin, kunna að berast aftur heim í félögin, verð- mæti, sem gera félagslífið fjörugra, einlægara og fjölbreyttara en áður og þar með athafnasam- ara og sterkara. Látið því eigi undir höfuð leggjast að sækja afmælismótið. Takið ákvörðun sem allra fyrst um þátttöku og látið ekkert aftra framkvæmd- um í samræmi við þá ákvörðun nema alvarleg, óvænt forföll. 10. MARZ SKEMMTIFUNDARDAGUR KVENFÉLAGA í 35 ár hafa húsmæðrafélög í Danmörku, Sví- þjóð, Noregi og Finnlandi haft 10. marz sem ákveðinn tyllidag í félagsskap sínum. Er tilefnið það, að 10. marz árið 1920 stofnuðu konur frá þessum löndum með sér samband, er þær nefndu Húsmæðrasamband Norðurlanda. í norska blaðinu Husmorbladet 4. marz síðastl. er saga sambandsins nokkuð rakin í tilefni þess, að húsmæðradagurinn 10. marz stendur þá fyrir dyrum. Er þar svo að orði komist, að merkasti viðburður innan samtakanna síðan síðari heims- styrjöldinni lauk sé án efa það, að ísland gerð- ist einnig aðili að samtökunum. Smávægileg hefur að vísu verið þátttaka okk- ar, íslenzku kvennanna í samtökum þessum og enn minna hefur þess gætt heima fyrir, að við fyndum til þess, að við værum hluti af þessum félagsskap. Má þvi með sanni segja, að áhrif þessara tengsla hafi verið næsta lítil enn sem komið er. Á formannafundinum, sem haldinn var HCSFREYJAN KEMUR ÚT 4 SINNUM Á ÁRJ Útgáfustjórn: Svafa Þórleifsdóttir, Framnesv. 56A, Rvík Elsa Guðjónsson, Laugateigi 31, sími 3223 Sigrún Árnadóttir, Laugateigi 54. Ritstjóri: Svafa Þórleifsdóttir, sími 6685 Afgreiðsla og innheimta er á skrifstofu Kvenfélagasambands 1»- lands, Hverfisgötu 12, sími 80205. Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 20 kr. í lausasölu kostar hvert hefti 6 kr. Gjaíddagi er fyrir 1. okt. PRENTSMISJA JONS HELOASONAR L_________________________________________________y 2. og 3. september í haust, varð tilrætt um, að íslenzk kvenfélög ættu að gera 10. marz að skemmtidegi sínum, eins og aðrir þátttakendur í Húsmæðrasambandi Norðurlanda. Er þessi upp- ástunga fyllilega þess verð, að hvert efnasta kven- félag innan K. 1. taki hana til athugunar og ákvörðunar. Hvortveggja er, að slikur sameigin- legur hátíðis- og skemmtidagur víðs vegar um landið hlýtur að glæða félagsvitundina milli fé- laganna íslenzku innbyrðis, og eins hitt, að syst- urhugur til allra þeirra kvenfélaga á öllum Norð- urlöndum, er halda daginn hátíðlegan mundi vakna einnig meðal okkar hér á landi. En sam- vinna allra norrænna þjóða hefur aldrei átt sér dýpri rætur en nú, né miðað jafn ákveðið í þá átt, að auka samstarf og samheldni þessara þjóða, enda er sá skilningur sem óðast að ryðja sér til rúms, að svo skyldum þjóðum að ætterni, venjum og þjóðtungum sé nauðsyn að starfa saman, ef þær eiga að halda sjálfstæði sínu og þjóðerni að fullu. Víðsýni og skilningur okkar íslenzku kvennanna í þessu efni má þar í engu vera minni en karla, því að án efa kýs hver kona og hvert kvenfélag sér þann hlut að stuðla að friði og bræðralagi öllum til handa, ekki sízt litlu þjóðinni, sem býr í landinu „norður við heimskaut í svalköldum sævi“. 34 HÚSFREVJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.