Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 24

Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 24
Handa ömmu: Mjó hekl- uð blúnda utan um vasaklút eða svæfilsver. Sé notað heklugarn nr. 100 og tilsvarandi heklunál, verð- ur blúnda þessi 8 mm á breidd og því mjög fínleg ut- an um vasaklút. Úr grófara garni, t. d. nr. 50, yrði hún mátuleg á svæfilsver. Fitjið upp 10 11. (loftlykkj- ur). 1. umf.: 3 fl. (fastar lykkj- ur) í 3 síðustu 11., snú. 2. umf.: * 4 11., 3 fl. utan um 11,, snú. 3. umf.: Eins og 2. umf. 4. umf.: Eins og 2. umf. Bogi: Fitjið upp 6 11. og festið þær með fl. í annað gat þar frá, snú. Heklið 9 fl. utan um 11. 5. umf.: 3 11., 3 fl. utan um 11. 6. umf.: Eins og 2. umf. 7. umf.: Eins og 2. umf. * Endurtekin síðan frá * til *, þar til blundan er orðin hæfilega löng. Handa frænku: Skartgripaskrín. Flestum konum, ungum sem gömlum, er yndi að því að eiga fagra skartgripi. En hvort sem um marga gripi eða fáa er að ræða, og hvort heldur verðmæti þeirra er mikið eða lítið, þarf að fara vel með þá, t. d. geyma þá þannig, að þeir skrám- ist ekki. Er tilvalið að geyma þá alla á einum stað í þar til gerðri öskju, þar sem vel fer um þá. Slíkar öskjur eru oft dýrar í innkaupi, en tilkostnaðarlítið og skemmtilegt að búa þær til. Skartgripaskrínið, sem hér er sýnt, er þannig útbúið, að hægt er að geyma snyrtilega í því næl- ur, armbönd og hálsfestar, auk þess sem sérstak- ur poki er ætlaður utan um perlufestina, svo öruggt sé, að hún rispist ekki. Skrínið er um það bil 17 X 10 x 5 cm að stærð, en vitanlega getur hver ráðið stærðinni eftir þörfum. Það er þakið dökkgráu efni með hvítum ísaumi, saum- uðum með einföldum sporum. Fóðrið er hvít- og gráröndótt, en rykktu vasarnir og pokinn eru fóðraðir með daufgulu efni. Gula efnið er einnig notað til þess að brydda með lausu púð- ana. Skrínið er búið til úr sjö pappabútum: botni (17x10 cm), fjórum hliðum (17x5 og 10x5 cm) og tveimur lokum (10x8% cm), og auk þess skilrúmi (10x5 cm). Teiknið til öryggis pappírssnið af bútunum áður en þið skerið papp- ann. Sníðið síðan ytra borðið og fóðrið, og gerið ráð fyrir 1 cm saumfari á alla vegu. Saumið því næst útsauminn í lok og hliðar. Búið til rykktu hliðarvasana og þræðið þá við fóðrið. Saumið síðan stuttar ræmur úr fóðurefninu inn- Framh. á síðu 35. 24 HÚSFREYJAN Skartgripaskrín (sjé aðra mynd bls. 35).

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.