Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 25

Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 25
JÓLAMATSEÐILLINN Frh. af bls. 20. inu og hnoðið deigið fljótt saman. Geymið deigið um stund á köldum stað. Fletjið deigið þunnt út, búið til kringlóttar kökur, hæfilega stórar í brauðkollumót. Þrýstið deiginu vel innan í mót- in, leggið smurðan smjörpappír innan í og fyllið brauðkollurnar síðan með matbaunum til þess að brauðkollurnar haldi laginu, meðan þær eru að bakaðast. Bakið við góðan hita, þar til barm- arnir eru ljósbrúhir. Takið þá pappírinn og baun- irnar gætilega úr og bakið brauðkollurnar til fullnustu við hægari hita. STEIKTAR RJÚPUR 6 rjúpur Sósan: 100 g. flesk 60 g. smjörlíki 100 g. smjörlíki 60 g. hveiti 1 1. mjólk eða mji Rjúpnasoð, sósulitur, bland/salt ribsberjahlaup, 2. dl. rjómi á. Soðnar 1—1(4 klst. Soðið síað. Smjörlíkið Rjúpurnar eru hamflettar, tekið innan úr þeim og þær þvegnar vel utan og innan og þerraðar. Reyktar fleskræmur dregnar í bringurnar. (Flesk- inu má sleppa). Salti stráð innan í rjúpurnar og þær síðan brúnaðar í smjörlíkinu. Settar í pott með bringuna niður og heitri mjólkinni hellt brætt, hveitið hrært út í, þynnt út með rjúpna- soðinu. Sósulitur, salt og ribsberjahlaup látið í sósuna, eftir smekk. Rétt áður en sósan er borð- uð, er rjómanum, þeyttum eða óþeyttum, bland- að í hana. Sósan á að vera fremur þykk. Með rjúpunum eru bornar soðnar og brúnaðar kart- öflur og rauðkál eða það grænmeti, sem til er. Einnig er gott að bera soðna eplahelminga eða soðnar sveskjur með, sömuleiðis sýrðar gúrkur eða pickles og sultu. RJÓMARÖND Vi. 1. rjómi 3 bl. matarlím vanilla 2 msk. kalt vatn IV2 msk. sykur Matarlímið er lagt í bleyti í stundarfjórðung, síðan kreist upp úr vatninu og brætt yfir gufu. Rjóminn er þeyttur og sykri og vanillu blandað saman við. Kalda vatnið er hrært saman við matarlímið og þegar það er nærri kalt, er þvi blandað í þeytta rjómann. Sett í mót, sem skol- að hefur verið úr köldu vatni og stráð sykri. Þegar búðingurinn er borinn fram, er honum hvolft á fat og ávextir eða sósa sett utan með. KARAMELLUSÓSA 250 g. sykur IV2 dl. heitt vatn Vi 1. rjómi Sykurinn er látinn á vel heita pönnu og brún- aður, þar til þétt, hvít froða myndast. Þá er vatninu hellt út í, hrært í, þar til sykurinn og Brjótið servíettuna tvöfalda og brjótið föll í % hennar. Brjótið slétt* hlutann í þríhyrning og látið hann standa lóðrétt. H Ú S FR E YJAN 25

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.