Húsfreyjan - 01.12.1954, Page 5

Húsfreyjan - 01.12.1954, Page 5
Lára Sigurbjörnsdóttir: UM BARNAHEIMILI Eins og kunnugt mun vera, ryður sú skoðun sér æ meira rúm, að hin svoköll- uðu systkinaheimili séu i alla staði væn- legri til uppeldis barna, en skipan sú sem algengust er á þeim málum. Á systkinaheimilunum dvelja börnin allt frá unga aldri, jafnvel frá vöggu og til 16 ára aldurs. Kappkostað er að haga öllu sem líkast venjulegu heimili. Æski- legast er að hjón standi fyrir slíku heim- ili, en oft vill stranda á því, að engin fáist hjónin til að taka slíkt að sér. Ekki má þó láta það aftra svo nauðsynlegu mál- efni. óþarfi virðist vera að minna á, að oft hafa ekkjur orðið að ala upp stóran barna- hóp og, þrátt fyrir lítil efni, skilað því starfi með ágætum. Fyrirkomulag það, er nú ríkir í málum þessum er, að viss aldursflokkur barna er hafður saman á heimili t. d. frá því á fyrsta ári og til tveggja ára. Síðan eru börnin flutt á annað heimili til skóla- skyldualdurs og þá á næsta heimili. Á systkinaheimilimum eru börnin á rnismunandi aldri og bæði drengir og telp- ur. Eldri börnin gæta yngri bamanna, taka þátt í heimilisstörfunum, hvert eftir sinni getu og síðast en ekki sízt, þau þurfa ekki að yfirgefa fóstru sína, sem þau hafa tekið ástfóstri við, fyrr en þau eru orðin sjálfbjarga eða 16 ára gömul. Fóstrurnar munu hafa svipaða sögu að segja> því að lítil börn vinna hug hvers þess, er annast þau. 1 sumar gafst mér tækifæri til að sjá slík heimili, en annað þeirra var eingöngu fyrir telpur frá 2—15 ára. Þetta heimili er að Jægerspris á Sjá- landi. Jægerspis-höll og jarðeignir þær, sem henni fylgja, var eign greifafrú Dan- ner, eiginkonu Friðriks VII Danakonungs. Greifafrúin gaf þessa eign sína til rekst- urs barnaheimilis árið 1874. Sjálf var hún alin upp í mestu fátækt, móðir henn- ar var þvottakona, svo að greifafrúin vissi af eigin raun, hvað var að vera hálf heim- ilislaus. Við Jægerspris-höll eru 9 heimili flest með 15 telpum á heimili, og er hvert heim- ili algerlega sjálfstætt. Tvö af þessum níu heimilum eru fyrir miður gefnar telpur og þar eru 8 í heimili. Einnig er þar vöggu- stofa. Helzt eiga telpurnar ekki að vera komn- ar á skólaskyldualdur, en 2ja ára mega þær yngstu vera svo að þær komist á heimilin, og dvelja þar til 16 ára aldurs. Þær ganga auðvitað í skóla með öðr- um börnum. Telpurnar fá tækifæri til að læra það, sem þær eru hneigðar fyrir, en allar læra þær heimilisstörf. Flestar þeirra eru ráðnar til heimilisstarfa, víðs vegar um landið frá 16 ára til 18 ára eða í tvö ár. Þann tíma hefur stofnunin eftirlit með þeim. Undantekningarlítið halda allar telp- urnar slikri tryggð við fóstrur sínar, sem um góða móður væri að ræða. Þó dvelja þarna alltaf nokkrar telpur, sem eiga móð- ur á lífi, er heimsækir þær, en hefur ekki tök á að mynda barni sínu heimili. HÚSFREYJAN 5

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.