Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 7

Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 7
stofuna og morgunsálmur sunginn og reyndar fleiri, sem telpurnar kunnu úr skólanum. Margar voru þær myndirnar sem fóstra átti af telpunum sínum eftir 20 ára starf við heimilið. „Þarna er hún lítil og þetta er fermingarmyndin en hérna er mynd af henni og unnustanum". Eða þá: „Hérna er brúðkaupsmyndin“. Nóg af slíku átti hún Nanna Rasmussen. Þessi heimili sem önn- ur falla og standa með þeirri manneskju, sem tekur þau að sér. Ekki var þægind- unum fyrir að fara þarna, kola-eldavél var í eldhúsinu og annað eftir þvi. En telp- urnar fundu ekki til þessa. Þeim var nóg að vita, að þetta var heimili þeirra, þar sem þær áttu öruggan samastað í skjóli og hjartahlýju fóstru sinnar og þangað gátu þær leitað, einnig eftir að þær voru farnar að heiman til að vinna fyrir sér. 1 Kaupmannahöfn gafzt mér tækifæri til að skoða smábarna-systkinaheimili. Það er nýlega stofnað, en Diakonissur við St. Lúkasarstofnunina reka það. Á því heimili eru drengir og telpur á aldrinum 6 mán. til 2—3 ára. Hver fóstra hefur 5 börn á mismunandi aldri og annast þau að öllu leyti. Fóstran og börnin hennar búa í björtu herbergi, en framan við öll herbergin, því að fóstrur eru þarna margar, liggur gang- ur og er gluggi á hverju herbergi út á ganginn. Þannig er hægt að fylgjast með því af ganginum, hvað fram fer í her- berginu án þess að trufla. Fóstran sefur inni hjá börnunum sín- um á nóttunni. Börnin eru öruggari að vita af henni hjá sér. Ég kom þama einmitt á matartíma barnanna og var fróðlegt að horfa inn í herbergin. Þarna sátu lítil „systkini", sjálfsagt ekkert skyld, og mötuðust við borð og í stólum við þeirra stærð. Fóstr- an hafði í nógu að snúast, því litli „bróð- ir“ eða ,,systir“ svo sem 8—9 mán. lá skælandi í háa rúminu sínu yfir því að fá matinn sinn ekki strax, en fóstran var að sinna þeim börnum, sem reyndu að matast sjálf, binda á þau hökusmekki og því líkt. Einn drengur var þama auð- sjáanlega nokkuð eldri en hin börnin. „Við tímum ekki að láta hann frá okk- ur, en hann er búinn að vera ári lengur, heldur en við getum haft börnin“, sagði fóstra sú, sem sýndi mér heimilið. „Bless- að barnið, við erum alltaf að vona að einhver taki hann að sér, annars verður hann að fara á annað barnaheimili“. Fólkinu, sem starfar við barnaheim- ilin, er löngu orðið ljóst, að systkina- heimili er eina rétta lausnin fyrir böm þau, er þurfa að alast upp á barnaheimili. Það opinbera er tregt til að breyta núvprandi fyrirkomulagi, það hefur ríkt lengi og er fast í skorðum. Eini mögu- leikinn til, að þessu hefðbundna fyrirkomu- lagi yrði breytt er, ef hægt væri að sanna með tölum, að rekstur slíkra heimila sé ódýrari og árangurinn betri af starfi þeirra. Þetta kom glöggt fram í viðræðum ýmsra um mál þetta. Sums staðar eru hin ýmsu barnaheim- ili byggð í nágrenni hvers annars þannig, að þó að barnið flytji af einu á annað, getur það haft samband við fyrri fóstrur sínar. Það er samt ekki nóg. Hér á landi í fámenninu, samanborið við aðrar þjóðir, og því fá börnin, sem þurfa að alast upp á barnaheimili, er til- valið tækifæri til að taka þenna hátt upp og setja á stofn systkinaheimili. Ýms félög hafa hug á því og vonandi verður þess ekki langt að bíða að bless- uð munaðarlitlu börnin fái að alast upp í ,,systkinahóp“ undir umsjá sinnar góðu fóstru og fari þannig ekki á mis við ör- yggistilfinningu þá, sem góð móðir veitir börnum sínum. HÚSFREYJAN 7

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.