Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 17

Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 17
f ; ; i Manneldis þáttur l_____ •__) Hvað á að baka til jólanna? Síðustu vikurnar fyrir jól eru flestum húsmæðrum erfiður og annasamur tími, og á jólabaksturinn drjúgan þátt í því. En fæstar húsmæður vilja þó leggja nið- ur þann sið að baka til jólanna og það í ríflegra lagi, því að víða er gestkvæmt um hátíðirnar, og svo er ósköp notalegt að eiga dálítið eftir í kökudunkunum, þegar jólin eru liðin, svo að ekki þurfi að baka strax aftur. Og hætt er við, að börmmum þætti þau missa spón úr ask- inum sínum, ef ekki væri bakað neitt góð- gæti til jólanna. Bezt er að byrja tímanlega að baka þær brauðtegundir, sem vel þola að geym- ast, svo sem laufabrauð og harðar smá- kökur, en ýmsar linar kökur má líka vel baka nokkrum dögum fyrir jól, ef þær eru geymdar á köldum stað í vel þéttum dunkum eða í plastpokum. LJÓSAR SMÁKÖKUR 200 g. smjörlíki 100 g. sykur 1 eggjarauða 300 g. hveiti Sáldið hveitið á borð, blandið sykrinum sam- an við. Leggið smjörlíkið ofan á og saxið það saman við hveitið með borðhníf, þar til það er jafnt. Hrærið eggjarauðunni út í og hnoðið deigið fljótt saman. Látið deigið bíða á köldum stað um stund. Þá er það flatt þunnt út. Úr þessu deigi má búa til margs konar kökur, eins og sést á myndinni. Ein tegundin er sultukökur. Þá er deigið tekið undan glasi eða öðru lcringlóttu móti og helmingurinn af kökunum bakaður þannig. Hinn helmingurinn er mótaður sem skrautkökur með því að taka innan úr kökun- Ljósar smákökur. um með litlu hringmóti eða öðru móti. Þessum kökum er dýft í egg og steyttan sykur og möndl- ur, áður en þær eru bakaðar. Þegar kökurnar eru bornar fram, er góðri sultu, helzt ribsberja- eða hrútaberjahlaupi, smurt á sléttu kökurnar og götóttu kökurnar síðan lagðar ofan á. PIPARKÖKUR. 150 g. púðursykur IV2 dl. sýróp % tsk. engifer 1-2 tsk. kanel % tsk. negull 150 g. smjörlíki 1 egg 94 msk. natron 650 g. hveiti Sjóðið saman sykur, sýróp og kryddið. Setjið natronið út í og hellið öllu í skál yfir smjör- líkið. Hrærið í, þar til smjörlikið er bráðnað. Hrærið egginu og hveitinu saman við. Hnoðið deigið og breiðið það mjög þunnt út. Takið undan ýmsum mótum. Skreytið kökurnar með möndl- um. Bakið við meðalhita. HÚSFREYJAN 17

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.