Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 4

Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 4
þessu, að vísu elckí með neinni gleði og stundum með hryllingi, en þó sem sigur- vegari, án djúpra tilfinninga fyrir þeim yfirunnu. Hér á rústum alls þess, sem honum sjálfum var kært, birtist honum í leiftursýn, hvað hann sjálfur og þjóð hans höfðu leitt yfir aðrar þjóðir, önn- ur heimili. Enn er heimurinn langar leiðir frá því að skilja friðarboðskap jólanna, langar leiðir frá því að reyna að koma í fram- kvæmd hinu einfalda boðorði um að gera ekki öðrum það, sem maður vill ekki láta gera sér. Hver framtíðarþróun heimsmál- anna verður á þessu sviði getur enginn sagt um, en um hitt verður ekki deilt, að á framkvæmd þessarar hugsjónar velt- ur líf og framtíð alls mannkyns. Svo mikla þýðingu hefur hinn gamli boðskapur jól- anna þann dag í dag. En til hvers er að tala um þetta hér? Ekki eru það lesendur Húsfreyjunnar, sem ráða gangi heimsmálanna. Nei, en sem betur fer er heiminum svo vísdómslega fyrir komið, að hver einasti maður getur haft og hefur sín áhrif til góðs eða ills. Það verður aldrei friður í heiminum, aldr- ei kærleiksrik, kristileg sambúð á meðal þjóða, fyrr en einstaklingamir hafa lært að taka tillit hver til annars í daglegu lífi. Hér er hið mikla hlutverk, hin mikla köllun hvers einasta manns. Ef við, hver sem við erum, getum gert hugsjónina þá, að koma fram við aðra, eins og við vilj- um láta koma fram við okkur, að lifandi afli í lífi okkar, þá höfum við af okkar veika mætti hjálpað til að koma hug- sjón kristindómsins, boðskap jólanna, í framkvæmd í heiminum. Þetta finnst mér full ástæða til að rifja upp og leggja áherzlu á um þessi jól. Um leið og ég óska lesendum Húsfreyj- unnar gleðilegra jóla, vil ég biðja þess til handa bæði mér og þeim, að allar okk- ar jólaannir og jólasamlíf við annað fólk STJARNAN í AUSTRI A jólum vér lítum drottins draum sem djásn yfir himins brám, er stjarnan oss tindrar úr austurátt frá ómœlisvegum hám, þar brennur hnattanna leiSarljós á loftsœvi fagurblám. Og stjarnan fegurstu birlu ber, svo blikskœrt er hennar Ijós, aS hjá því er dagsólin döpur á hvarm og dauSaföl rnánans rós og norSljósaaldan bláföl og bleik, sem brimar viS himins ós. Á skugganna vœng um skelfda jörS fer skammdegisnóttin hljóS. / vestrinu opnast daúSans dyr um dreyruga heljarslóS. En geislinn tilrar meS töfrastaf gegnum tár, er hníga sem blóS. Því stjarnan í austri viS myrkramátt á morguneldanna svör. Hún eykur hjartanu lofsöngslag, þótt IjóSiS frjósi á vör og fortjald rökkursins rofnar í tvennt, er reiSir hún Ijóssins hjör. Frá hirSingjans jötu hún lýsir leiS, sem liggur aS krossins trjám, sem hugsjónaeldblys eilíft skín yfir aldanna fjöllum blám. Mót henni vér göngum hinn grýtta veg, þótt göngum síSast á hnjám. GuSfinna Jónsdóttir frá Hömrum. megi mótast af þessari speki kærleikans, sem er jafnný og þýðingarmikil í dag og hún var í upphafi: ,,Það, sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera“. 4 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.