Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 8

Húsfreyjan - 01.12.1954, Blaðsíða 8
r Rannveig Þorsteinsdóttir: Okkar á Á landsþingi 1953 voru samþykkt ný lög fyrir Kvenfélagasamband Islands, byggð á hinum eldri lögum, og þá reynslu, sem margra ára starf hafði gefið. 1 þessum lögum voru nokkur nýmæli og eitt af þeim var, að stofnað yrði fulltrúaráð fyrir kvenfélagasambandið, sem skipað væri formönnum allra hér- aðssambandanna og stjóm kvenfélaga- sambandsins. Var ákveðið að þétta fulltrúaráð kæmi saman til funda ann- að hvort ár, þ. e. árið, sem landsþing er ekki haldið. Um leið og gengið var frá þessu nýmæli á landsþinginu, kom það fram, að æskilegt væri að for- mannafundirnir gætu verið haldnir annars staðar en í Reykjavík til þess að styrkja tengslin við hin ýmsu hér- aðasambönd með því að heimsækja þau með fundina. Kom þá þegar í stað boð frá Kvenfélagasambandi Gull- bringu- og Kjósarsýslu um að halda fyrsta fundinn hjá þeim og var þessu rausnarboði tekið með miklum fögnuði. Fyrsti formannafundur Kvenfélaga- sambands íslands var svo haldinn dag- ana 2.—3. september sl. Það var kven- félag Lágfellssóknar, sem annaðist mót- tökurnar fyrir samband sitt, og var fundurinn haldinn í hinu glæsilega fé- lagsheimili hreppsins, Hlégarði í Mos- fellssveit. Þar eru hin ákjósanlegustu skilyrði til fundarhalda og veitingar milli sagt og allur viðurgemingur var með hin- um mesta myndarbrag. Fundurinn tók eingöngu til með- ferðar félagsmál kvenfélagasambands- ins og gekk afgreiðsla mála mjög greið- lega undir stjórn forseta sambandsins, frú Guðrúnar Pétursdóttur, enda voru allar fundarkonur vanar félagsstörfum og flestar vel kunnugar starfi sam- bandsins. Á fundinum bar margt á góma, sem vafalaust verður rætt hér í blaðinu, en fundurinn einbeitti sér einkum að því að afgreiða tvö aðkallandi mál, en það voru reglur um námsskeið sam- bandsins og 25 ára afmæli sambands- ins á næsta ári. Er nú í athugun, hvern- ig þess skuli minnzt. Eitt af því, sem mesta þýðingu hefur í starfi Kvenfélagasambands Islands, eru hin ýmsu námskeið, sem félögin halda víðs vegar um landið og njóta saumanámsskeiðin þar mestra vin- sælda. Sambandið styrkir matreiðslu- námskeið, saumanámskeið (fatasaum), vefnaðamámskeið, prjónanámskeið (vélprjón), og garðyrkjunámskeið. Eru námskeiðin styrkt að tiltölu við þann tíma, sem þau standa, með upphæð sem landsþing tekur ákvörðun um, eftir því, sem efnahagur sambandsins leyfir á hverjum tíma. Síðan 1949 hafa sauma-, vefnaðar- og prjónanámskeið verið styrkt þannig að greiddur hefur 8 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.